Skerðing fæðingarorlofs vegur að réttindum barna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi mótmæla hugmyndum, sem fram koma í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011, um niðurskurð á fjárframlögum til Fæðingarorlofssjóðs sem og um styttingu fæðingarorlofsins. Slíkar hugmyndir vinna gegn markmiði laganna sem er m.a. að tryggja barni samvistir við báða foreldra og brjóta gegn ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi mótmæla hugmyndum, sem fram koma í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011, um niðurskurð á fjárframlögum til Fæðingarorlofssjóðs sem og um styttingu fæðingarorlofsins. Slíkar hugmyndir vinna gegn markmiði laganna sem er m.a. að tryggja barni samvistir við báða foreldra og brjóta gegn ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Setning laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof voru róttækt skref í þá átt að auka hlut feðra við umönnun barna sinna. Samkvæmt markmiðssetningu laganna (2. gr.) áttu þau annars vegar að tryggja barni samvistir bæði við föður og móður og hins vegar að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í skýrslu Ingólfs V. Gíslasonar frá árinu 2007, Fæðingar- og foreldraorlof á Íslandi, Þróun eftir lagasetninguna árið 2000, kemur fram að breytingunum var afar vel tekið í samfélaginu og hafa feður nýtt sér þennan nýja rétt sinn í ríkari mæli en búist var við. Um 90% feðra nýta sér rétt til fæðingarorlofs og er meðal dagafjöldi þeirra 97 dagar. Viðhorf til stöðu og möguleika karla og kvenna varðandi fjölskyldulíf og heimili hafa breyst og staða feðra hefur styrkst.  Á heildina litið hafa lögin um fæðingar- og foreldraorlof því sannað gildi sitt og haft jákvæð áhrif á íslenskt samfélag og stuðlað að því að auka og jafna möguleika karla og kvenna á að verja mikilvægum tíma með börnum þeirra..

Frá því að efnahagslegt hrun varð á Íslandi fyrir réttum tveimur árum, hafa greiðslur í fæðingarorlofi verið skertar í þrígang; fyrst um áramót 2008-2009 með lækkun tekjutengingar úr rúmum 535 þúsundum í 400 þúsund krónur,  1. júlí 2009 úr 400 þúsundum í 350 þúsunum og um áramót 2009-2010 úr 350 þúsundum í 300 þúsund krónur. Allar líkur eru á því að frekari niðurskurður á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði muni hafa áhrif á þátttöku feðra í umönnun barna sinna á fyrstu mánuðum þeirra.. Starfsmenn Fæðingarorlofssjóðs verða í auknu mæli varir við að feður fresti töku feðraorlofs eða stytti tímann þar sem þeir þora ekki eða hafa ekki efni á því að hverfa af vinnumarkaði til að sinna ungviði sínu.

Allar hugmyndir um að skerða og stytta fæðingarorlofstímann vega að réttindum barna sem kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Ísland hefur staðfest. Þannig segir í 3. grein að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn eigi að byggja á því sem börnum er fyrir bestu