Tæplega 600 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið

Fjöldi flóttamanna sem eru tilbúnir að taka á sig hættuferð yfir Miðjarðarhafið til þess að flýja átök og ofsóknir hefur aldrei verið meiri. Samkvæmt nýjustu tölum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er talan komin upp í 591.244 á þessu ári. Þar af hafa 450.848 manns komið til Grikklands, samanborið við 40.000 allt árið 2014. Til Ítalíu hafa 9.410 börn komið ein á þessu ári, án foreldra eða fjölskyldumeðlima.

Refugee key figures

Fjöldi flóttamanna sem eru tilbúnir að taka á sig hættuferð yfir Miðjarðarhafið til þess að flýja átök og ofsóknir hefur aldrei verið meiri. Samkvæmt nýjustu tölum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er talan komin upp í 591.244 á þessu ári. Þar af hafa 450.848 manns komið til Grikklands, samanborið við 40.000 allt árið 2014. Til Ítalíu hafa 9.410 börn komið ein á þessu ári, án foreldra eða fjölskyldumeðlima.

Af þeim sem hafa komist yfir Miðjarðarhafið hafa 438.000 sótt um hæli, en áætlað er að fjöldi þeirra sem látist hafa á flóttanum sé 3.105.

Í mörgum Evrópulandanna sem fólk fer um, er enginn viðbúnaður eða stjórnun í óformlegum búðum sem fólk hefst við í. Aðstæður eru stundum skelfilegar og á flestum stöðum ófullnægjandi. Jafnvel á opinberum móttökustöðvum og flóttamannabúðum skortir stjórnun og getu til að útvega aðgang að grunnaðstöðu.

Börn, eldra fólk, fjölskyldur með mæður í fararbroddi og fólk með fatlanir eru sérstaklega viðkvæm. Greiningar- og móttökustöðvar ráða ekki við fjöldann.

Where we are helpingBarnaheill - Save the Children vinna að því að aðstoða flóttafólk í rauðlitu löndunum.

Mikill meirihluti flóttamanna og hælisleitenda sem ferðast til Evrópu kemur frá Sýrlandi, Írak, Afghanistan, Sómalíu, Súdan, Eritreu og Nígeríu. Átökin í Sýrlandi hafa stökkt fjórum milljónum á flótta frá landinu. Nærliggjandi lönd ráða yfirleitt ekki við gífurlegt innstreymi fólksins sem ákveður þá að halda leið sinni áfram norður og vestur til Evrópu, yfirleitt yfir Miðjarðarhafið eða landleiðina í gegnum Tyrkland og Grikkland.

Börn á flótta, sérstaklega fylgdarlaus börn, eiga á hættu misnotkun, ofbeldi og mansal þar sem þau ferðast frá heimalöndum sínum til Vestur-Evrópulanda.

Börnin þjást af áfallastreituröskun, vannæringu og ofþornun. Þau skortir aðgang að barnvænum og öruggum svæðum og aðstoð og upplýsingar við ferlið á flóttanum.

Börnin þurfa nauðsynlega sálfræðilegan stuðning, vernd, örugg svæði, skjól, mat, föt og vatn.

Viðbrögð Barnaheilla – Save the Children

ResponseVið erum þegar með verkefni í gangi á fimm svæðum þar sem við verndum börn sem flýja ein eða með fjölskyldum sínum, en einnig börn sem hafa l