Verndum börn gegn ólöglegu og óviðeigandi efni á netinu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi minna á ábendingahnapp á heimasíðu sinni, barnaheill.is, þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Hnappurinn er rekinn í samstarfi við ríkislögreglustjóra og SAFT og nýtur fjárstuðnings úr samgönguáætlun Evrópusambandsins.

með inhope-frétt.des

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi minna á ábendingahnapp á heimasíðu sinni, barnaheill.is, þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Hnappurinn er rekinn í samstarfi við ríkislögreglustjóra og SAFT og nýtur fjárstuðnings úr samgönguáætlun Evrópusambandsins.

Umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti er gríðarlegt á alþjóðavísu. Frá árinu 2001 hafa borist um 5.000 ábendingar í gegnum ábendingahnapp Barnaheilla og á árabilinu 2010 til 2016 reyndust 35% ábendinga varða efni þar sem börn voru beitt kynferðisofbeldi eða sýnd á klámfenginn hátt.

Barnaheill eiga aðild að alþjóðasamtökunum INHOPE sem eru regnhlífarsamtök ábendingalína í 42 löndum. Í nýjasta fréttabréfi samtakanna er sagt frá árlegri viku barnaverndar í Ástralíu. Markmið vikunnar er að hvetja fullorðna Ástrali til þess að leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi barna, þar með talið öryggi á netinu. Teymi frá skrifstofu netöryggismála í Ástralíu (eSafety Commissioner’s CyberReport team) tók virkan þátt í viku barnaverndar í ár og rannsakaði á sama tíma rúmlega þúsund leyndar vefsíður sem innihéldu efni þar sem börn voru beitt kynferðisofbeldi. Teymið skoðaði yfir 4.700 myndir þar sem ríflega 2.000 brotaþolar komu við sögu og reyndist þetta metfjöldi í rannsóknum teymisins fram að þessu. Unnt var að fylgjast með og rekja innlit á margar af þeim heimasíðum sem rannsakaðar voru og áætlar teymið að það hafi með aðgerðum sínum komið í veg fyrir 46 milljónir innlita á dag. Þessi gríðarlega háa tala undirstrikar mikilvægi INHOPE við að koma í veg fyrir endurtekningu brota gegn barnungum brotaþolum kynferðisofbeldis á netinu. Hún er einnig áminning um mikilvægt hlutverk allra ábendingalína við að koma í veg fyrir dreifingu efnis með kynferðisbrotum gegn börnum á netinu og að auka öryggi á netinu.

2012_insafe_inhope_euÁbendingahnappur
Ljósmynd: Inhope 2016