Vigdís las fyrir börn á 140 ára afmæli

Í dag var haldið upp á 140 ára afmæli Eymundsson bókaverslananna um allt land. Við það tilefni las Vigdís Finnbogadóttir, verndari Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, barnasögur fyrir börn í versluninni að Austurstræti og spjallaði við þau og fullorðna fólkið um hvað tungumálið hefur breyst og hversu mikilvægt það er fyrir börn að þekkja þau orð sem nú eru nánast dottin út úr daglegu tali.

Í nóvember eru Barnaheill – Save the Children á íslandi í samstarfi við Eymundsson verslanirnar, sem styrkja samtökin með þátttöku í Heillakeðju barnanna. Þema mánaðarins út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í nóvember er 28. greinin sem fjallar um rétt allra barna til menntunar.

Í dag var haldið upp á 140 ára afmæli Eymundsson bókaverslananna um allt land. Við það tilefni las Vigdís Finnbogadóttir, verndari Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, barnasögur fyrir börn í versluninni að Austurstræti og spjallaði við þau og fullorðna fólkið um hvað tungumálið hefur breyst og hversu mikilvægt það er fyrir börn að þekkja þau orð sem nú eru nánast dottin út úr daglegu tali. Vigdís las söguna um Hans Klaufa, Fóu feikirófu og Búkollu, og þýddi fyrir börnin orð sem þau skildu ekki - líkt og hvað það þýðir að skæla og mæla og að sitja við sinn keip.

Í nóvember eru Barnaheill – Save the Children á íslandi í samstarfi við Eymundsson verslanirnar, sem styrkja samtökin með þátttöku í Heillakeðju barnanna. Þema mánaðarins út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í nóvember er 28. greinin sem fjallar um rétt allra barna til menntunar. Lestur er afar mikilvægur í því tilliti, en samtökin hafa birt myndskeið þar sem börn í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ tjá sig um þennan rétt sinn: http://www.youtube.com/watch?v=nNaHFhyeyI4.

Yfir 140 nýir barnabókatitlar voru á tilboðsverði hjá Eymundsson verslununum og boðið var upp á léttar veitingar og skemmtidagskrá um land allt. Allur ágóði seldra barnabóka á afmælisdaginn rennur til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.