Yfirlýsing Barnaheilla, Save the Children vegna ættleiðingar barna frá Haítí

Jarðskjálftarnir á Haítí hafa skapað aðstæður þar sem börn eru berskjölduð fyrir hættum. Fjöldi barna eru án fullnægjandi umönunnunar og eru aðskilin frá foreldrum sem hugsanlega hafa látist eða eru slasaðir.Börnin búa við mikla tilfinningalega streitu og hætta er á að þau líði næringarskort, verði fórnarlömb mansals eða verði misnotuð kynferðislega. Barnaheill, Save the Children, á Haítí vinna að því samkvæmt beiðni Sameinuðu þjóðanna að sameina börn fjölskyldum sínum. Einnig vinna Barnaheill, Save the Children að því, í samvinnu við önnur hjálparsamtök og við ríkissstjórn  Haítí, að meta stöðu barna sem eru á stofnunum og þjónustumiðstöðvum og skrá þau svo hægt verði að finna foreldra þeirra og sameina fjölskyldur á ný.   

Jarðskjálftarnir á Haítí hafa skapað aðstæður þar sem börn eru berskjölduð fyrir hættum. Fjöldi barna eru án fullnægjandi umönunnunar og eru aðskilin frá foreldrum sem hugsanlega hafa látist eða eru slasaðir.Börnin búa við mikla tilfinningalega streitu og hætta er á að þau líði næringarskort, verði fórnarlömb mansals eða verði misnotuð kynferðislega. Barnaheill, Save the Children, á Haítí vinna að því samkvæmt beiðni Sameinuðu þjóðanna að sameina börn fjölskyldum sínum. Einnig vinna Barnaheill, Save the Children að því, í samvinnu við önnur hjálparsamtök og við ríkissstjórn  Haítí, að meta stöðu barna sem eru á stofnunum og þjónustumiðstöðvum og skrá þau svo hægt verði að finna foreldra þeirra og sameina fjölskyldur á ný.  

Barnaheill, Save the Children,hafa móttekið mörg vel meint símtöl frá fólki sem vill hjálpa börnunum með því að koma þeim í fóstur eða til ættleiðingar í öðrum löndum.  Af þessu tilefni vilja Barnaheill, Save the Children benda á að það er barninu að öllu jöfnu fyrir bestu að vera með ættingjum sínum og fjölskyldu, nema velferð barnsins verði ekki tryggð á þann hátt. Innviðir Haítís hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna jarðskjálftans og þar með öll eftirlitskerfi og skráningar sem eiga að tryggja að börn séu réttilega skilgreind sem munaðarlaus. Því eru líkur á að börn séu skráð munaðarlaust þó að þau séu það í raun ekki. Alþjóðlegar ættleiðinar á börnum frá Haítís sem búið var að samþykkja  fyrir jarðskjálftann ætti þó að vera rétt og því getur ættleiðingaferli þeirra barna haldið áfram. Barnheill, Save the Children fara þess á leit að ekki verði byrjað að ættleiða börn sem hugsanlega eru munaðarlaus eftir jarðskjálftann, fyrr en fullvissa sé fyrir því að þau séu í raun munaðarlaus og enginn ættingi á Haítí vilji eða geti tekið þau að sér. Það verður því að huga að aðstæðum hvers barns fyrir sig. Aðeins þegar útséð er um að hægt sé að finna foreldra eða ættingja barns er hægt að hugleiða ættleiðingu á alþjóðavísu.  

Barnaheill, Save the Children hafa áhyggjur af fjöldaflutningi barna frá Haítí til annarra landa og biðja því stjórnvöld og alþjóðasamtök að virða lög Haítís er