Fréttir Barnaheilla

Aðalfundur Barnaheilla verður haldinn mánudag 9.maí

Fræðslufundur: Samstarf og samstaða foreldra skiptir máli

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 11. maí 2022 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina "Samstarf og samstaða foreldra skipti máli, - þorpið og uppeldið".

Barnaheill og KSÍ í samstarf

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og KSÍ munu á þessu ári hefja tveggja ára samstarf um fræðsluverkefnið Verndarar barna með það að markmiði að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við.

Guðni forseti kaupir fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði formlega Landssöfnun Barnaheilla með því að kaupa fyrsta ljósið við höfuðstöðvar Barnaheilla. Reykjavíkurdætur sýndu söfnuninni einnig samstöðu með nærveru sinni og fóru með erindi sem endurspeglaði kjarna Landssöfnunarinnar.

Aðalfundur Barnaheilla 2022

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fer fram mánudaginn 9. maí kl. 17:00 í fundarsal Nauthóls. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf . Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Barnaheill óska eftir sjálfboðaliðum

Þann 1. mars hófst Hjólasöfnun Barnaheilla og hefur fjöldi hjóla safnast á mótökustöðvar Sorpu á höfuðborgasvæðinu. Barnaheill taka á móti öllum hjólum sem gefin eru í Hjólasöfnunina og gert er við þau hjól sem þess þurfa og sum nýtt sem varahlutir.. Sjálfboðaliðar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við hjólaviðgerðir undanfarin ár og með þeirra hjálp hefur tekist að úthluta hjólum til barna og ungmenna fyrir skólalok hvert vor.

Barnaheill á vettvangi í Úkraínu

Undanfarnar vikur hafa verið hörmulegar fyrir íbúa Úkraínu. Yfir 3,5 milljónir manna hafa lagst á flótta og leitað skjóls upp á líf og dauða. En eru um 40 milljónir manna eftir í Úkraínu, þar af 12 milljónir sem þurfa á brýnni og lífsnauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda.

Meira en helmingur barna í Úkraínu er á flótta

Nú er mánuður liðinn síðan að innrásin í Úkraínu hófst. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa 10 milljónir manna flúið heimili sín í Úkraínu vegna stríðsins, þar af 4,3 milljónir barna en það er meira en helmingur allra barna í landinu.

Vinnuvika barna

Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga.

Átökin í Sýrlandi í 11 ár

Átökin í Sýrlandi hafa nú staðið í 11 ár og eru lifandi martröð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Milljónir barna hafa aldrei þekkt annað en stríðsástand. Rannsóknir hafa sýnt fram á að átökin munu hafa langvarandi áhrif á börn, en þau þjást mörg af andlegri vanlíðan, streitu og kvíða og munu bera þess merki það sem eftir er ævinnar.