Fréttir Barnaheilla

Fátækt barna fer vaxandi. Hvorki stefna né áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi

Um 10.000 börn eða 13,1% barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7% árið á undan. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í dag, þriðjudaginn 7. mars og tóku Barnaheill á Íslandi þátt í gerð þeirrar skýrslu.

Flügger veitir Barnaheillum styrk

Í dag tóku  Barnaheill - Save the Children á Íslandi á móti styrk að upphæð 72.032 kr. frá Flügger. 

Geðshræring hjá börnum í kjölfar nýrra skjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi

Fleiri eftirskjálftar hafa orðið í suðurhluta Tyrklands og Sýrlands í kjölfar stóra skjálftans þann 6. febrúar. Jarðskjálftarnir hafa valdið mikilli geðshræringu hjá börnum og eru dæmi um að fólk hafi hoppað af byggingum af ótta við að byggingin myndi hrynja í skjálftunum.

Börn sem hafa lifað af jarðskjálftana í Sýrlandi og í Tyrklandi þurfa aðstoð við að finna fjölskyldur sínar en ekki ættleiðingu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja vekja athygli á að ættleiðing er ekki rétta svarið fyrir börn sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Yfirvöld á staðnum og hjálparsamtök reyna allar leiðir til sameina börn fjölskyldum sínum eða nærsamfélagi.

Út að borða fyrir börnin

Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða hefst í dag 15. febrúar. Veitingastaðir styðja átakið með því að láta ágóða af matseðli renna til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer nú fram í tólfta sinn og stendur yfir í einn mánuð eða frá 15. febrúar til 15. mars.

Skortur af hreinu vatni útsetur börn fyrir sjúkdómum

Skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu útsetur börn sem lifðu af jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir sjúkdómum. Þau svæði í Tyrklandi sem urðu hvað verst úti í hörmulegum jarðskjálftum í síðustu viku þurfa nauðsynlega á brýnni lífsbjargandi aðstoð að halda til að koma í veg fyrir lýðheilsuneyðarástand.

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 15. febrúar nk. kl 8:30-10:00. Umræðuefnið verður að þessu sinni Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Ham­farir á hörmungar ofan

Eftir 12 ár af linnulausum átökum dynur enn ein hörmungin á Sýrlandi og sýrlenskum börnum. Árásir, dráp og ofbeldi af öllu tagi hafa síðastliðin áratug verið daglegt brauð hjá yfir sjö milljónum sýrlenskra barna. Í morgun vöknuðu mörg barnanna við jarðskjálfta sem mældist 7,8 að stærð. Skjálftinn sem á upptök sín á landamærum Sýrlands og Tyrklands er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í 100 ár.

Jarð­skjálftarnir í Tyrk­landi og Sýr­landi snerta 1,4 milljónir barna - þú getur hjálpað

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum.

Börn geta tilkynnt sjálf um ofbeldi og áreiti á neti

Nýtt veggspjald um Ábendingalínu Barnaheilla Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins 7. febrúar 2023, gefa Barnaheill út nýtt veggspjald til að vekja athygli á Ábendingalínu Barnaheilla. Veggspjaldinu er dreift í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar, sundlaugar, íþróttamiðstöðvar og bókasöfn.