Fréttir Barnaheilla

Barnaheill undirrituðu samstarfssamning við mennta- og barnamálaráðuneytið

Barnaheill hafa undirritað samstarfssamning við mennta- og barnamálaráðuneytið. Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi í þágu farsældar barna.

Útgáfuhóf Vinir Ferguson og Vestfjarða - á traktorum gegn einelti

Á dögunum var haldið útgáfuhóf í tilefni útkomu bókarinnar Vinir Ferguson og Vestfjarða – á traktorum gegn einelti. En bókin er gefin út til stuðnings Vináttu sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Vinátta í desember

Þá er desember kominn með öllu sem hann hefur upp á að bjóða. Auglýsingabæklingar berast í hrúgum inn um lúgurnar og endalaust af auglýsingum á samfélagsmiðlum minna okkur á hversu mikilvægt er að kaupa hitt og þetta svo jólin verði örugglega góð, eða að þau komi yfir höfuð.

Ferðasaga tveggja vina um að láta æskudrauma rætast

Út er komin bókin, Vinir Ferguson og Vestfjarða. Á traktorum gegn einelti. Dagbók hringfara. Sögur af sögum, fólki og stöðum. Bókin er gefin út til stuðnings Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Nýir talsmenn barna á Alþingi

Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum gerðust talsmenn barna á Alþingi í dag. Þeir undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu, leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi.

Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs hlýtur viðurkenningu Barnaheilla 2022

Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2022. Össur hefur í störfum sínum veitt miklum fjölda barna og ungmenna innblástur og hvatningu. Hann hefur óbilandi trú á ungu fólki og hefur einstakt lag á að laða fram það besta í hverju og einu barni. Hann leggur áherslu á samvinnu á meðal nemenda í störfum sínum og kallar fram jákvæðan aga, metnað og samkennd.

Staf­rænn for­eldra­fundur um net­öryggi barna, þér er boðið

Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja.

Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna er þann 20. nóvember ár hvert. Barnaheill hafa frá upphafi séð um framkvæmd dagsins í samstarfi við stjórnarráðið en það var samþykkt á Alþingi árið 2016 að helga daginn fræðslu um mannréttindi barna.

Barnaheill standa að málþingi um lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna ásamt stjórnvöldum

Barnaheill standa að í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið fyrir málþinginu „Barnvænt Ísland - lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda“ næstkomandi mánudag á Natura Hótel og hefst klukkan 12:30.

Barnaheill fordæma brottfluttning barns á flótta

Á föstudag bárust samtökunum hins vegar þær fregnir að í hópnum var drengur, sem nú er 18 ára að aldri, en hafði flúið til landsins í desember 2021, þá 17 ára að aldri og án fylgdar. Barnaheill fordæma að drengnum hafi verið vísað á brott og að hann hafi ekki strax við komuna til Íslands fengið viðeigandi þjónustu barnaverndar og stuðning við afgreiðslu umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.