ahugaverdir

 

Vinátta

Um Vina´ttu       Hugmyndafræði       Rætur eineltis      Taskan og innihald Leikskolar       Skraning       Myndband      Rannsoknir

 

Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og fyrstu bekki grunnskóla. Efnið heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Frá árinu 2014 hefur Vinátta staðið leikskólum á Íslandi til boða. Mikil ánægja er með verkefnið þar sem það er notað og rannsóknir í Danmörku leiða í ljós mjög góðan árangur af notkun þess.

Nú hafa Barnaheill einnig gefið út efni sem ætlað er 1.–3. bekk grunnskóla og verður unnið með það í tilraunaskyni í 14 grunnskólum í sex sveitarfélögum veturinn 2017–2018.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari Vináttu.

 

Vinatta cover1

Vinátta eða  Fri for mobberi  byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. 

Leikskólar sem vilja nota efnið þurfa að fara á námskeið til að fá leyfi til að nota það.

20140926_151352499_iOS

Veturinn 2014-2015 tóku sex íslenskir leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum þátt í tilraunavinnu með Vináttu. Að því loknu var efnið yfirfarið og gefið út að nýju í janúar 2016. Þá var öllum leikskólum á Íslandi til boðið að fá efnið til notkunar. Vináttuleikskólum hefur fjölgað jafnt og þétt og vonandi mun verkefnið verða starfrækt í öllum leikskólaum landsins innan fárra ára.

Þau sveitarfélög og grunnskólar sem taka þátt í tilraunavinnu fyrir grunnskólaefnið veturinn 2017–2018 eru Álfhólsskóli, Hörðuvallaskóli, Lindaskóli Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli og Vatnsendaskóli í Kópavogi, Grunnskóli Seltjarnarness, Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar á Hvanneyri, Grunnskóli Hveragerðis, Klébergsskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Njarðvíkurskóli í Reykjanesbæ.

Auk Íslands og Danmerkur er efnið notað í Grænlandi og Eistlandi og fjöldi annarra landa hefur sýnt áhuga á að taka það í notkun.

Verkefnastjóri Vináttu er Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri, margret@barnaheill.is.

  

Fri fra mobberi 2014

Undirritun samstarfssamnings fór fram í febrúar 2014.

Á myndinni eru Lars Stilling Netteberg frá Save the Children í Danmörku og Lone Bak Kirk frá Mary Fonden, Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.

Í blaði Barnaheilla 2015 og 2016 eru umfjallanir um  Vináttu- verkefnið og einnig grein um reynslu leikskólanna af verkefninu eftir fyrsta veturinn.

 

 

 

Stuðningur

Eftirfarandi aðilar hafa styrkt verkefnið:

Menntamálaráðuneytið

Þróunarsjóður námsgagna

Velferðarráðuneytið

Velferðarsjóður barna

Lýðheilsusjóður

Landsvirkjun

Rio Tinto Alcan

Vinir Fergusons

Barnakórar Jóhönnu Halldórsdóttir - Syngjum saman, stöndum saman

Arsenal klúbburinn

Frjáls framlög hafa einnig borist frá fjölmörgum einstaklingum og fyrirtækjum í tengslum við Jólapeysuna.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka stuðninginn.