NámskeiðSkólar sem vilja taka þátt í Vináttu og fá námsefni til notkunar þurfa að senda kennara á grunnnámskeið þar sem fjallað er um hugmyndafræðina að baki efninu, innleiðingu í skólastarf og hagnýt atriði varðandi notkun þess. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun í notkun efnisins.

Gert er ráð fyrir að í það minnsta tveir starfsmenn skóla sæki námskeið í upphafi. Þeir kynna verkefnið síðan fyrir öðru starfsfólki. Skólum er frjálst að senda fleiri starfsmenn á námskeið eftir því sem þeir telja sig þurfa.

Námskeiðin eru átta stunda og haldin reglulega. Þau fara í húsnæði Barnaheilla að Fákafeni 9, 2. hæð. Einnig er boðið upp á fjarnámskeið og námskeið fyrir heila hópa í skólum.

Verð á námskeiði er kr. 15.000 fyrir hvern starfsmann. Morgun- og síðdegishressing er innifalin.

Vináttunámskeið