Námskeið

VináttunámskeiðSkólar sem vilja taka þátt í Vináttu og fá námsefni til notkunar þurfa að senda kennara á grunnnámskeið þar sem fjallað er um hugmyndafræðina að baki efninu, innleiðingu í skólastarf og hagnýt atriði varðandi notkun þess. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun í notkun efnisins.

Gert er ráð fyrir að í það minnsta tveir starfsmenn skóla sæki námskeið í upphafi. Þeir kynna verkefnið síðan fyrir öðru starfsfólki. Skólum er frjálst að senda fleiri starfsmenn á námskeið eftir því sem þeir telja sig þurfa.

Námskeiðin eru haldin reglulega og fara fram í húsnæði Barnaheilla að Fákafeni 9, 2. hæð. Þau standa yfir frá kl. 9 til 16. Gert er ráð fyrir 45 mínútna hádegishléi og þá gefst þátttakendum færi á að fara út úr húsi og fá sér hádegsiverð. 
Verð á námskeiði er kr. 15.000 fyrir hvern starfsmann. Morgun- og síðdegishressing er innifalin.

Sérstakt tilboð er nú á grunnnámskeiði fyrir 3ja–6 ára og 0–3ja ára þar sem taska með öllu efni og tveir þátttakendur á námskeið kostar 60 þúsund krónur. Ef óskað er eftir slíku tilboði vinsamlegast hafið samband í gegnum  netfangið vinatta@barnaheill.is

Eftirtalin námskeið eru í boði:

 

  • Grunnnámskeið – efni fyrir börn yngri en þriggja ára – gul taska

   Námsefnið er einnig ætlað dagforeldrum. Á námskeiðinu er farið yfir hugmyndafræði Vináttu og samskipti barna í víðu samhengi. Þátttakendur vinna með námsefnið, skiptast á hugmyndum og gera áætlun um hvernig þeir sjá fyrir sér að vinna með námsefnið í sínu skóla.

 

 Þriðjudaginn 16. júní – fullbókað         

Miðvikudaginn 16. september  skráning       

 _______________________________________________________________________________

  • Grunnnámskeið – efni fyrir þriggja til sex ára börn – græn taska

    Á námskeiðinu er farið yfir hugmyndafræði Vináttu og samskipti barna í víðu samhengi. Þátttakendur vinna með námsefnið, skiptast á hugmyndum og gera áætlun um hvernig þeir sjá fyrir sér að vinna með námsefnið í sínu skóla.

Miðvikudaginn 10. júní – fullbókað 

          Næsta námskeið verður miðvikudaginn 9. september   skráning

  _____________________________________________________________________________

 • Grunnnámskeið fyrir grunnskóla og frístundaheimili  - blá taska

  Á námskeiðinu er farið yfir hugmyndafræði Vináttu og samskipti barna í víðu samhengi. Þátttakendur vinna með námsefnið, skiptast á hugmyndum og gera áætlun um hvernig þeir sjá fyrir sér að vinna með námsefnið í sínum skóla. 

        Næstu námskeið:

Fimmtudagur 13. ágúst – Fullbókað

Þriðjudaginn 18. ágúst – Fullbókað   

Fimmtudagur 20. ágúst       Skráning

 _______________________________________________________________________________

 • Námskeið og kynningar í skólum:

  Sífellt fleiri óska eftir að fá námskeið fyrir alla starfsmenns skólans og boðið er upp á slík námskeið auk þess sem til boða stendur að fá kynningu á námsefninu fyrir bæði starfsmenn og foreldra.  

  • Heils dags námskeið, fyrir nýja skóla og þá sem þegar eru Vináttuskólar
  • Tveggja tíma kynning fyrir starfsfólk skóla sem þegar eru Vináttuskólar
  • Foreldrakynning fyrir Vináttuskóla

Sendið fyrirspurnir á vinatta@barnaheill.is.
      ______________________________________________________________________________

 • Tónlistarnámskeið Vináttu

  Tónlist er hluti af námsefni Vináttu og er hún nú  aðgengileg á Spotify. Höfundur tónlistar og texta er Anders Bøgelund. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða upp á sérstakt námskeið sem miðar að því að veita kennurum og leiðbeinendum innblástur og góðar hugmyndir um hvernig nota má allt tónlistarefnið í skólanum með hugmyndafræði og gildi Vináttu að leiðarljósi. Unnið er á virkan hátt með efnið og fá þátttakendur að prófa allt efnið og kynnast því mjög vel.

Kennari á námskeiðinu er Birte Harksen. Hún er leik- og grunnskólakennari og hefur um árabil unnið með tónlist og dans á Heilsuleikskólanum Urðarhóli. Birte heldur einnig úti vefsíðunni bornogtonlist.net, sem er þekktur hugmyndabanki fyrir tónlistarstarf í leikskólum. Námskeiðin standa yfir í 2,5 klst.,  í húsnæði Barnaheilla að Fákafeni 9, 2. hæð.

Verð á námskeiði er kr. 15.000 fyrir hvern starfsmann og er kaffi og hressing innifalin í námskeiðsgjaldi.

Einnig er hægt að panta tónlistarnámskeið í skóla, 2,5 klst. og má senda fyrirspurnir um  á netfangið vinatta@barnaheill.is.

Næsta námskeið: 

Mánudagur 14. september kl 13:30-16:00      Skráning