Námskeið Vináttu

Skólar sem vilja taka þátt í Vináttu og fá námsefni til notkunar þurfa að senda kennara á grunnnámskeið þar sem fjallað er um hugmyndafræðina að baki efninu, innleiðingu í skólastarf og hagnýt atriði varðandi notkun þess. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun í notkun efnisins.

Gert er ráð fyrir að í það minnsta tveir starfsmenn skóla sæki námskeið í upphafi. Þeir kynna verkefnið síðan fyrir öðru starfsfólki. Skólum er frjálst að senda fleiri starfsmenn á námskeið eftir því sem þeir telja sig þurfa.


Eftirtalin námskeið eru í boði

Leikskólar:
Grunnámskeið um efni fyrir leikskóla, 0 - 6 ára börn

Framhaldsnámskeið um efni fyrir, 0-3 ára og 3-6 ára börn

Vinnustofa um námsefni fyrir, 3-6  ára börn

Grunnskólar:
Grunnnámskeið um efni fyrir grunnskóla og frístundaheimili, fyrir 6-9 ára börn

Framhaldsnámskeið um efni fyrir grunnskóla og frístundaheimili, fyrir 6 - 9 ára börn

Námskeið fyrir leik-grunnskóla og frístundaheimili

Heilsdags grunnnámskeið 7 tímar
Á námskeiðinu er farið yfir hugmyndafræði Vináttu og samskipti barna í víðu samhengi. Þátttakendur fá kynningu á námsefninu, vinna með það, skiptast á hugmyndum og gera áætlun um hvernig þeir sjái fyrir sér að vinna með námsefnið í sínum skóla.

Framhaldsnámskeið 3 tímar
Lögð er áhersla á námsefniðog hvernig er hægt að vinna með það í daglegu starfi skólans. Þetta námskeið miðar að því að skólinn hafi innleitt Vináttu og sé að vinna markvisst með efnið.

Kynning fyrir skóla 2 tímar
Þar er sagt frá hugmyndafræðinni og námsefnið sýnt

Foreldrakynning 1 klukkstund
Þar verður Vinátta kynnt fyrir foreldrum og fá ráðleggingar um hvað þeir geta lagt af mörkum til að styrkja góð samskipti á meðal barnanna.