Póstkort

Áríðandi skilaboð til ferðamanna – Kynferðisofbeldi gegn gjaldi / sex tourism 

póstkortBarnaheill – Save the Children á Íslandi hafa í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gefið út póstkort sem dreift er til ferðamanna sem leita til heilsugæslunnar vegna fyrirhugaðra ferðalaga á erlendri grundu. Þar eru ferðamenn hvattir til að vera ábyrgir ferðamenn og tilkynna til ferðaskrifstofunnar, fararstjóra eða lögreglu ef þeir hafa grun um að barn sé beitt kynferðisofbeldi. Þannig leggi þeir sitt af mörkum til að vernda barnið gegn ofbeldinu og koma því til hjálpar.

Börnum sem orðið hafa fórnarlömb mansals í kynferðislegum tilgangi hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Vegna fátæktar og erfiðra aðstæðna leiðast um 1–2 milljónir barna út í vændi á ári eða eru beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi. Þegar fullorðinn einstaklingur á kynferðislegt samband við barn telst það alltaf kynferðisofbeldi gegn barninu. Hinn fullorðni getur ekki réttlætt ofbeldið með menningarmun, samþykki barnsins eða að barnið hafi frumkvæði að samskiptunum.

Hægt er að panta póstkort á vefsíðu Barnaheilla.

panta