Hjólasöfnun

HjólasöfnunFrá árinu 2012 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi staðið fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum, fyrst í samstarfi við WOW Cyclothon, en frá árinu 2014 í samstarfi við Æskuna og Barnahreyfingu IOGT.

Félagsþjónusta sveitarfélaganna hefur milligöngu um að koma hjólunum til barna sem hafa ekki kost á að fjárfesta í hjólum.

Hjólunum er safnað snemma að vori á endurvinnslustöðvum Sorpu. Þau eru síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum áður en þau eru afhent nýjum eigendum.

Þau hjól sem ganga af hafa verið seld almenningi á góðu verði undir lok átaksins ár hvert eða gefin áfram. 

Að meðaltali hafa um 200 hjól verið gefin úr söfnuninni til barna ár hvert. Hægt er að sækja um hjól hjá félagsþjónustu sveitafélaganna og í grunnskólum þegar hjólasöfnunin stendur yfir að vori og hjólin eru afhent í upphafi sumars.

Eftirtaldir aðilar styðja verkefnið:

Lýðheilsusjóður
Eik fasteignafélag
Íslandsbanki
Myndskreyttir melónuhausar
Sorpa
Gámaþjónustan
Íslenska gámafélagið
Hringrás
Dominos
Kiwanis
N1
Eimskip Flytjandi
Velferðarráðuneytið