Hjólasöfnun

Hjóla­söfn­un Barna­heilla – Save the Children á Íslandi hófst í níunda sinn þann 30. mars 2020

Hjóla­söfn­un Barna­heilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokk­un­um um hádegisbil þann 30. mars nk. í Sorpu á Sæv­ar­höfða.

Að þessu sinni afhenti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra fyrsta hjólið í söfnunina og var það Elsa Margrét Þórðardóttir, 11 ára sem tók á móti því. 

Söfn­un­in stend­ur yfir til 1. maí nk og hefjast út­hlut­an­ir á hjólum í apríl og standa fram í maí.

Hjól­in verða gef­in börn­um og ung­ling­um sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt verður að sækja um hjól í gegnum fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­lag­a.

Hjól­un­um verður safnað á end­ur­vinnslu­stöðvum Sorpu á Dal­vegi í Kópa­vogi, Breiðhellu í Hafnar­f­irði, Sæv­ar­höfða, Ánanaust­um og Jafn­ar­seli í Reykja­vík og Blíðubakka í Mos­fells­bæ. Sjálfboðaliðar munu gera hjól­in upp und­ir styrkri stjórn sér­fræðinga í reiðhjólaviðgerðum áður en þau verða af­hent. Verkefnið hefur mjög breiða samfélagslega skírskotun þar sem það eflir þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu.  

Þetta er í níunda sinn sem hjóla­söfn­un­in fer fram en hún er unn­in í sam­starfi við Æsk­una barna­hreyf­ingu IOGT, Sorpu og ýmsa aðra velunnara.

Rúmlega 2000 börn hafa notið góðs af hjóla­söfn­un Barna­heilla frá því henni var fyrst hrundið af stað árið 2012.

Hægt er að fylgj­ast með verk­efn­inu á Face­book síðu söfn­un­ar­inn­ar og einnig er hægt að skrá sig þar til þátt­töku í sjálf­boðaliðastarf fyr­ir hjólaviðgerðir.

SorpaÆskan