Ungmennaráð

Ungmennaráð Ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 13–25 ára. Hlutverk ungmennaráðsins er að hvetja ungt fólk til þátttöku, hafa áhrif á sitt samfélag og berjast fyrir mannréttindum barna.  Óformlegur skóli er góð lýsing fyrir ráðið. Með því að starfa með ráðinu bjóðast manni alls kyns tækifæri, eins og að tala opinberlega, skipuleggja viðburði, taka þátt í alþjóðlegu starfi og hafa áhrif.
 
Raddir ungs fólks eru jafn mikilvægar og raddir þeirra sem eldri eru. Samfélagið þarf á þátttöku ungs fólks að halda og maður þarf ekki að vera orðinn fullorðinn til þess að láta í sér heyra. Þú ert ekki framtíðin! Þú ert núna!
 
Á myndinni eru frá vinstri: Kolbeinn Þorsteinsson, Herdís Ágústa Linnet,
Vera Fjalarsdóttir, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Gunnar Ágústsson.
 
Markmið ungmennaráðsins eru:
  • Vekja athygli á réttindum og berjast fyrir stöðu barna á Íslandi og erlendis
  • Endurspegla sem flesta hópa samfélagsins, og þar með skoðanir
  • Við berum virðingu fyrir öðrum og skoðunum þeirra, auk þess að bera virðingu fyrir sjálfum okkur
  • Við sjáum heiminn út frá augum barna og ungmenna, og erum stolt af því
  • Halda uppi sterku og virku starfi innan ráðsins
  • Læra af öðrum og þekkingu þeirra
 
Vertu með, láttu í þér heyra og gerðu jörðina að betri stað fyrir börn og ungt fólk. Sæktu um á ungmennarad@barnaheill.is.
 
Verið öll velkomin!
 
Við erum líka á Facebook: www.facebook.com/ungmennaradbarnaheilla
 
Ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á í samstarfi við ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og ungmennaráðs Unicef.
 

Hóparnir hafa unnið sameiginlega að verkefnum í tengslum við 25 ára afmæli Barnasáttmálans sem var 20. nóvember 2014. Þá hófst afmælisár þar sem fjöldi viðburða var skipulagður. 
merki ungmennaráðs

 

 

               

 

Merki ungmennaráðs Barnaheilla.