Fyrir unglinga

Unglingar

Verkfæri fyrir unglinga

Barnaheill heimsækir grunnskóla og framhaldsskóla á Íslandi og fræðir krakka um kynferðisofbeldi og mikilvægi þess að leita sér hjálpar.

Ef þú ert í sambandi eða ert ekki viss um hvort þú sért að verða fyrir ofbeldi eða áreiti hafðu þá samband við eftirfarandi félagasamtök sem hjálpa einstaklingum sem hafa verið beittir ofbeldi og aðstandendum þeirra. Við mælum með Drekaslóð  þar eru upplýsingar um hvað ofbeldi er og hvernig það lýsir sér. Fleiri félagasamtök eins og Stígamótum, Aflið á Akureyri og Sólstafir Vestfjarða aðstoða fólk við að taka fyrstu skrefin.

Hjá umboðsmanni barna eru einnig góðar upplýsingar fyrir börn um ofbeldi og réttindi barna. 

Það eru lög og reglur á Íslandi sem banna fullorðnum að beita börn ofbeldi. Ef þú ert komin í þrot og finnst þér þú ekki geta treyst neinum en vilt tala við einhvern þá getur þú hringt í Hjálparlínu Rauðakrossins í síma 1717

  • Mundu að ofbeldi er aldrei þér að kenna.
  • Þú ert ekki ein/einn
  • Það er fullorðið fólk sem vill hjálpa þér
  • Að segja frá ofbeldi, sérstaklega af hendi einvers sem maður þekkir og þykir vænt um, er erfitt en samt nauðsynlegt.
  • Finndu einhvern, bara einn til þess að tala við og treystu til að segja frá. Ekki gefast upp haltu áfram þangað til einhver gerir það rétta og hjálpar mér.


    Ef þú hefur spurningar eða vilt deila með okkur upplýsingum sem geta hjálpað öðrum endilega sendu á okkur hjá barnaheill@barnaheill.is