Hvert get ég leitað ef ég eða einhver sem ég þekki er að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi?

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leitast við að veita börnum, unglingum og fullorðnum einstaklingum aðstoð og ráðgjöf varðandi kynferðisofbeldi. Ef þú ert barn, unglingur eða fullorðinn, þá höfum við tekið saman upplýsingar um það hvert þú getur leitað þegar grunur um ofbeldi eða ef ofbeldi er að eiga sér stað.  Upplýsingarnar má finna í stikunni hér til hliðar.

Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar eftir, sendu okkur fyrirspurn á radgjof@barnaheill.is, sendu skilaboð á Facebooksíðu Barnaheilla  eða hringdu í síma 553 5900.