Fyrir foreldra

 

Foreldraráð 0-3ja

Foreldraráð 3ja-6
Foreldraráð grunnskólaÍ Vináttu er lögð mikil áhersla á þátttöku foreldra, enda eru foreldrar mikilvægir samherjar skólanna. Í töskunum eru sérstök verkefni sem gert er ráð fyrir að unnin séu með foreldrum, svo sem á foreldrafundum. Hverri tösku fylgir veggspjald sem mælt er með að hengt sé upp í anddyri skólans. Á veggspjaldinu eru ráð um góð samskipti milli starfsfólks, barna og foreldra þeirra.

Mikilvægt er að foreldrar þekki hugmyndafræði og gildi Vináttu og séu samstíga skólunum í aðgerðum til að fyrirbyggja einelti. Því er mikilvægt að foreldrahópurinn setji sér sameiginlegar reglur eða viðmið hvað varðar heimboð og afmæli. Það er ekki einungis mikilvægt til að koma í veg fyrir útilokun heldur einnig til að setja viðmið svo sem um æskilegan aldur hvað varðar afmælisboð og fleira sem snertir öryggi og velferð barnanna.

Börn læra það sem fyrir þeim er haft og aðgát skal höfð í nærveru sálar eru orðatiltæki sem eru í góðu gildi. Því skiptir miklu máli að þeir fullorðnu séu fyrirmyndir barnanna í orði og verki og þeir gæti að því hvernig þeir tala um önnur börn og foreldra þeirra í návist barna sinna. Þá er mikilvægt að hafa í huga að börn bera ekki ábyrgð á þeim aðstæðum sem þau búa við og ekki á að mismuna þeim sökum þess.

Foreldrafélög geta tekið virkan þátt í Vináttu. Margir skólar leita til foreldrafélaga til að skipuleggja viðburði þegar Blær kemur í fyrsta skipti til barnahóps. Þá getur hugmyndaflug, reynsla eða starfsvettvangur foreldra komið að góðum notum. Fólk sem starfar við flug hefur fundið Blæ á flugvelli, bréfberar komið með Blæ af pósthúsinu og svo framvegis. Þegar foreldrafélög skipuleggja hátíðir í skólum er kjörið að nýta Vináttu. Gott er að eiga vin er tónlistardiskur og hefti með söngvum og leikjum, sem mörg börn í Vináttuskólum kunna að syngja og leika og geta flutt fyrir fjölskyldur á hátíðum.

Bréf til foreldra í leikskólum

Bréf til foreldra grunnskólum

Ráð og bréf til foreldra leikskólabarna á fleiri tungumálum, svo sem ensku og pólsku má finna á vefsíðu Fri for mobberi.

Ráð og bréf til foreldra grunnskólabarna á fleiri tungumálum er einnig að finna á sömu vefsíðu.

 

Efni til að vinna með heima:

Leikur - Leikið með inniskó

Leikur – Fögnum fjölbreytileikanum

Nuddsaga fyrir foreldra heima – Hreingerningin

Samstæðuspil með myndum

Samstæðuspil – sniðmát

Blær þvær sér um hendur – veggspjald