Verndarar barna


Verndarar barna

Í byrjun mars 2019 tóku stjórnir Barnaheilla og Verndarar barna – Blátt áfram þá ákvörðun að sameina krafta sína undir nafni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Verkefni Verndara barna – Blátt áfram verða því hluti af þeirri starfsemi Barnaheilla sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi.

Tilgangurinn með sameiningunni er að samnýta krafta og þekkingu beggja samtaka að því sameiginlega markmiði að berjast gegn ofbeldi á börnum. Verkefnið Verndara barna felst að stærstum hluta í vitundarvakningu, fræðslu og forvörnum á því sviði. 

Staðreyndir um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi.

Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru með geðræn vandamál, lélega sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál og einstaklingar leita mikið í heilbrigðisþjónustuna (Sigrún Sigurðardóttir 2009).

Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðsofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur.

Um 20% kvenna og 10% karla um heim allan verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Flest börn sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi kæra aldrei ofbeldið.

 

 

Námskeið