#Kommentsens er herferð Ábendingalínu Barnaheilla og SAFT sem hvetur til góðra samskipta á milli barna og unglinga á samfélagsmiðlum og hvetur krakka til að nota ,,kommentsens" áður en þau segja eitthvað leiðinlegt við aðra á netinu.

#Kommentsens kennir krökkum líka leiðir til að forðast að fá ljót komment á færslurnar sínar á Tik Tok og öðrum samfélagsmiðlum.

Herferðin er unnin í samvinnu við unglinga og ungmenni sem skrifuðu handrit fyrir myndböndin og tóku þátt í hönnun herferðarinnar og gáfu henni nafnið #Kommentsens.

Herferðin hófst á Alþjóðlega netöryggisdeginum 8. febrúar 2022 í samstarfi við Tik Tok. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn árlega víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna á neti og til að hvetja til góðra samskipta á neti. Á Íslandi er hann skipulagður af SAFT.

Það er hægt að tilkynna um hatursorðræðu, ofbeldi og einelti til Ábendingalínu Barnaheilla