Pöntun á Vináttuefni fyrir nemendur í 1.–4. bekk grunnskóla


Ef óskað er eftir því að sækja pöntunina þá munum við senda tölvupóst þegar námsefnið er tilbúið til afhendingar. Ef óskað er eftir því að fá efnið sent greiðir viðtakandi sendingarkostnað og pöntunin verður send innan fárra daga.

Skráið fjölda sem panta á í viðeigandi reiti

 

Nánar um efnið í töskunni

1 stór bangsi

21 stór samræðuspjöld: Á spjöldunum eru myndir af kunnuglegum aðstæðum úr daglegu lífi barnanna, mynd á annarri hliðinni og dæmi um spurningar og umræðuefni á hinni. Spjöldin henta til að ræða samskipti, tilfinningar og líðan í hópnum.

Klípusögur: Spjöld til að nota með starfsfólki og foreldrum til að ræða ýmsar aðstæður sem geta komið upp í barnahópnum.

Verkefni, nudd og leikir: Um er að ræða verkefnahefti með ýmsum verkefnum, sem stuðla að góðum samskiptum og skólabrag; hópefli, þemavinna og nuddæfinar.

Fróðleikur og leiðbeiningar um notkun: Hér er fjallað um þær rannsóknir sem eru að baki Vináttu, hugmyndafræðina og gildin. Jafnframt leiðbeiningar um innleiðingu í skólastarf, foreldrasamstarf, vinnu með einstaka hópa og fleira.

Lífið í grunnskólanum: Sögubók um börn sem eru að læra á lífið í grunnskólanum. Í bókinni eru einnig hugmyndir að verkefnum og spurningum til að ræða við börnin um skólalífið.

Vinátta í útivist, útinám og leikir: Bók með verkefnum og leikjum sem byggja á samstarfi og samkennt. Bókin er úr efni sem þolir að blotna og því hægt að vera með utandyra.

Gott er að eiga vin - Tónlistardiskur: CD með lögum og textum eftir Anders Bøgelund. Söngur Ragnheiður Gröndal og Stefán Örn Gunnlaugsson.

Gott er að eiga vin – Tónlistarhefti: Textar, nótur og hugmyndir að leikjum.

Nokkur veggspjöld: Staðfestingaskjal um að unnið sé með Vináttu í skólanum, veggspjald með gildunum fjórum, veggspjald með foreldrareglum, Blær þvær sér um hendurnar veggspjald.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Tónlistarefnið er einnig á Spotify)

 

 

 

 

 

 

 

Greiðsluupplýsingar

Skilmálar

Á vefsíðunni barnaheill.is eru persónuupplýsingar meðhöndlaðar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar, t.d. vegna fyrirspurna, skráninga eða pantana, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónulegar upplýsingar skuldbinda Barnaheill sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munu ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.