Þjálfun fyrir hópastarf ungmenna

 

BellaNet leiðbeinendanámskeið er ætlað þeim sem halda utan um hópastarf með ungmennum eða kenna lífsleikni í skólum, með megináherslu á forvarnir.
Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig á að mynda hópa og byggja námskeiðið upp. Þátttakendur fara í gegnum hluta af þeim verkefnum sem notað er í hópastarfi unglinganna.
Á námskeiðinu er farið í gegnum handbókina „Bella: Rubble and Roses 2 for girl groups“. Efnið er gagnreynt og byggt á rannsóknum á stelpuhópum í Svíþjóð hjá Wocad (Woman‘s Organisation committee on alcohol and drug issues).

Markmiðið með Bella Net hópastarfinu er að styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu ungmennanna en einnig að vera forvörn gegn slæmri andlegri heilsu sem og áfengis og vímuefnaneyslu. Ungmennin læra að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk, öðlast þekkingu á áhrifum og afleiðingum áfengis og vímuefna og öðlast færni í lífsleikni. Á námskeiðinu fá þær vettvang til að þjálfa sig í að spegla sig, hlusta á skoðanir annarra, tjá eigin skoðanir sem og réttlæta og standa með sjálfri sér. Stúlkurnar þjálfast einnig í að hlusta á aðra og að hlustað sé á þær. Þær öðlast meira umburðarlyndi, skilning og samúð. Fyrst og fremst upplifa þær aukið sjálfsöryggi.

Þú getur keypt BellaNet námsefni hér