Ábendingalína

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á netinu. Markmið þess er að vekja athygli almennings, lögreglu, löggjafans, netþjónustuaðila, barnaverndaryfirvalda og fleiri aðila á þætti netsins í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og þrýsta á íslensk stjórnvöld að axla ábyrgð í þessum málaflokki hérlendis og á alþjóðavettvangi. Kjarni verkefnisins er ábendingalína sem rekin er í samvinnu við Ríkislögreglustjóra. Verkefnið hefur notið styrkja frá Evrópusambandinu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru í alþjóðasamtökunum INHOPE, regnhlífasamtökum ábendingalína. Í samtökunum eru meira en 46 ábendingalínur í 42 löndum og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Þær eru frá öllum heimsálfum en flestar frá Evrópu. Starf INHOPE felst í að efla þekkingu og deila reynslu um málefnið og veita aðildarfélögum stuðning í baráttunni.

Ábendingar fara til skoðunar og rannsóknar hjá lögreglu sem rekur slóðir efnisins, finnur hvar það er vistað og sér til þess að það sé fjarlægt. Ábendingalínan hefur verið aðili að SAFT-verkefninu frá árinu 2010. SAFT stendur fyrir samfélag, fjölskyldu og tækni og er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi.

Starfsreglur Inhope má finna hér

 

 

Hér flytur Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínunnar, fyrirlestur um netöryggi barna í kjölfar alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn er 9. febrúar á hverju ári. 

 

 

ríkislögreglustjóri  inhopeinsafe   saft