Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir breyta okkar daglegum venjum?

Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir breyta okkar daglegum venjum?

Oft höfum við gert áætlanir sem hjálpa til við að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi á börnum. En hvað ef aðstæður okkar breytast á einni nóttu eins og er að gerast núna?

Áhyggjur af breyttum aðstæðum

Við þurfum að vera undirbúin til að vernda börn eins vel og við getum við allar aðstæður. Breyttar aðstæður í samfélaginu í dag, eins og COVID 19, gefa tilefni til að huga að því hvort þörf er á nýjum áætlunum við þessar fordæmalausu aðstæður.

Taktu ábyrgð og bregstu við

Fimm skrefa bæklingurinn gefur okkur góða mynd af því hvernig við viljum vernda börn frá kynferðisofbeldi. Veltu fyrir þér hvaða aðstæður, er varða verndun þinna barna, eru líklegar til að breytast í kjölfarið á því að takast á við Covid 19.

Gerðu áætlun

Gerðu þína eigin áætlun um það hvernig þú vilt bregðast við ef þess er þörf og að hættuástand gæti orðið að veruleika.

  1. Hvaða fjölskyldureglur viltu hafa í fyrirrúmi þegar kemur að fyrirbyggjandi leiðum að því að vernda barn þitt frá því að verða fyrir kynferðisofbeldi?
  2. Ef nýir aðilar koma að gæslu eða skóla barna þinna. Hafðu samband við stjórnendur stofnanna þar sem börn þín dvelja og fáðu upplýsingar um þjálfun og menntun þeirra sem sinna börnum.
  3. Ef þú færð hjálp við pössun barna þinna þarf að leiðbeina með skýrum reglum hvar pössun á að eiga sér stað og hverjir hafa aðgang að barninu við slíkar aðstæður. Fáðu einhvern sem þekkir vel til, til að koma í heimsókn án þess að gera boð á undan sér.

Það eru þrjár meginreglur sem er mikilvægt að hafa í huga til að lágmarka tækifæri til að beita kynferðisofbeldi.

  1. Koma í veg fyrir einangrun.
  2. Að það sé hægt að trufla aðstæður.
  3. Vertu með skýr skilaboð um til hvers er vænst.

Treystu innsæi þínu. Þú gætir verið eini aðilinn sem getur gert eitthvað í málinu.

Fleiri upplýsingar og úrræði

Veldu úr listanum hér fyrir neðan það sem er hjálplegt fyrir þig, í þeim aðstæðum sem þú ert að glíma við hverju sinni. Ef þú ert ekki viss hafðu samband við radgjof@barnaheill.is

5 skref til verndar börnum 

Leyndarmálið

Barnahús

Bergið

Stígamót

Kvennaathvarfið

Bjarkarhlíð

Sigurhæðir

Námskeiðið Verndarar barna

Góð Ráð til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins 

1717

112

Stop It Now!®