Verndarar barna

Verndarar barnaÍ byrjun mars 2019 tóku stjórnir Barnaheilla og Verndarar barna – Blátt áfram þá ákvörðun að sameina krafta sína undir nafni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Verkefni Verndara barna – Blátt áfram verða því hluti af þeirri starfsemi Barnaheilla sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi.

Tilgangurinn með sameiningunni er að samnýta krafta og þekkingu beggja samtaka að því sameiginlega markmiði að berjast gegn ofbeldi á börnum. Verkefnið Verndara barna felst að stærstum hluta í vitundarvakningu, fræðslu og forvörnum á því sviði. 

Fyrst um sinn verða allar upplýsingar um verkefnið Verndarar barna aðgengilegar á vefsíðu Blátt áfram.

 

Námskeið