SKOH! Hvað er ofbeldi?  er forvarnafræðsla Barnaheilla fyrir börn í 5. – 10. bekk grunnskóla um ofbeldi gegn börnum með áherslu á einelti og kynferðisofbeldi. Rannsóknir sýna að með aukinni fræðslu og sjálfseflingu eru minni líkur á að ofbeldi eigi sér stað og meiri líkur á að börn leiti sér aðstoðar ef þau lenda erfiðum aðstæðum. Fræðsla til barna er því mikilvægur liður í því að uppræta ofbeldi gegn börnum. Markmiðið með fræðslunni er að nemendur þekki til einkenna eineltis og kynferðisofbeldis en einnig er lögð áhersla á samskipti, samþykki og mörk.

SKOH! Hvað er ofbeldi?  byggir á þátttöku og tjáningu nemenda í öruggu og þægilegu umhverfi þar sem virðing og samkennd er í fyrirrúmi. Einnig er farið í leiki, sagðar eru sögur og horft á myndbönd sem snúast um ofbeldi, mörk og samskipti.

SKOH! Hvað er ofbeldi?  valdeflir nemendur í að bregðast við ef grunur vaknar um eða tilkynna þarf ofbeldi.

Lengd fræðslu fyrir nemendur: Fræðslan er 2,5 klukkustundir að lengd með nestis- og hreyfihléum.

Hópastærð: Til þess að fræðslan skili sem mestum árangri er viðmið á hópastærð um 15 nemendur. Gert er ráð fyrir að kennari eða annar fullorðinn umsjónarmaður sitji fræðsluna með nemendum.

Kynning fyrir foreldra: Í lok hverrar fræðslu eru kennurum eða öðrum tengiliðum sendar glærur fyrir foreldra til upplýsingar um fræðsluna sem nemendurnir fengu.

Verð: 80.000 krónur fyrir einn hóp en 20% afsláttur er veittur þegar fleiri hópar eru bókaðir.

Bókanir og nánari upplýsingar um verkefnið fer í gegnum skoh@barnaheill.is