Barnasáttmálinn

Barnasáttmáli veggspjald framhlið Barnasáttmálinn veggspjald bakhlið

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í allri starfsemi samtakanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sáttmálann.  

    Barnasáttmálinn – bARNVÆNN TEXTI              

        Barnasáttmálinn – Heildartexti       

               Upphaf Barnasáttmálans                        

 Hvað kemur fram í Barnasáttmálanum? 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að fræðsluvefnum, barnasattmáli.is og útgáfu fræðsluefnis ásamt umboðsmanni barna, Unicef á Íslandi og Menntamálastofnun. Prentefni hefur nú verið endurnýjað og má nálgast hér:

veggspjald bæklingur

Fræðsluvefurinn barnasattmali.is er nú í vinnslu og verður vefurinn uppfærður á næstu mánuðum. Þar verður hægt að lesa sér til um Barnasáttmálann og mannréttindi barna. Vefurinn er ætlaður til notkunar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum en hentar einnig öllum almenningi, bæði börnum og fullorðnum.

Verkefnið var upphaflega styrkt af forsætisráðuneytinu og endurnýjun prentefnis og vefs var styrkt af ríkisstjórn Íslands. Verkefnastjóri útgáfu nýs efnis Barnasáttmálans er Þóra Jónsdóttir hjá Barnaheillum en auk hennar eru í vinnuhópnum Linda Hrönn Þórisdóttir hjá Barnaheillum, Pétur Hjörvar Þorkelsson hjá Unicef og Sigurveig Þórhallsdóttir hjá Umboðsmanni barna.

Hægt er að panta fræðsluefni, þ.e. bækling, og veggspjöld á vefsíðu samtakanna.     Panta efni