Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum?

Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum?

Vertu vakandi og fækkaðu tækifærum.

Nauðsynlegt er að þekkja eðli ofbeldis til að átta sig á aðferðum þeirra sem beita börn ofbeldi. Ennfremur að þekkja til vísbendinga um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi til að geta brugðist við og átt möguleika á að vernda öll börn.

Verndarar barna

Námskeiðið Verndarar barna

Námskeiðið Verndarar barna er 4 klst. fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðisofbeldi af festu og ábyrgð. Námskeiðið byggist á 5 skrefum til verndar börnum, verkefnabók, myndefni og umræðum. Leiðbeinendur sem leiða námskeiðið er fagfólk sem hefur hlotið þjálfun hjá Verndurum barna – Barnaheill.

Fyrirlestrar

Við bjóðum upp á mismunandi fyrirlestra hvað varðar forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Fyrirlestrarnir eru sniðnir að þeim hópi sem þeim er ætlað. Þeir geta verið frá 1 - 2,5 klst.

 1. Hvernig má vernda börn gegn kynferðisofbeldi?
 2. Einkastaðir líkamans – handbók foreldra.

Fræðslukvöld

Fræðslukvöldunum er ætlað foreldrum og öðrum aðstandendum barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fræðslukvöldið er haldið einu sinni í mánuði undir leiðsögn fagaðila.

Leiðbeinendanámskeið fyrir fagaðila

Námskeiðið er ætlað fagaðilum til að leiða námskeiðið Verndarar barna. Þeir sem ljúka þessu námskeiði fá réttindi til að starfa sjálfstætt, á vegum stofnunnar, sveitarfélaga eða Barnaheilla. Námskeiðið er 8 klst.

Lífsleikni fyrir unglinga

Erindið er ætlað börnum 10-17 ára. Það er byggt upp sem spjall við nemendur eða hópa innan félagsmiðstöðva og er 40-60 mín. Gefinn er kostur á að ræða það sem fram kemur í erindinu. Erindið er sniðið að hverjum aldri fyrir sig. Farið er yfir hvað kynferðisofbeldi er, klám, samskipti, sambönd og mörk í samskiptum. Talað er um afleiðingar þess að alast upp við ofbeldi og mikilvægi þess að finna leið til að segja frá. Börnum er gert grein fyrir því að það er alltaf leið til að fá hjálp. Í lok fræðslunnar fá nemendur tækifæri til að spyrja spurninga nafnlaust á blað. Það er gert til að auðvelda þeim að spyrja um hluti sem gæti verið óþægilegt að spyrja fyrir framan aðra. Hópnum er yfirleitt skipt upp í stúlknahóp og drengjahóp.

Fyrir hverja er fræðslan?

 • Foreldra
 • Kennara á öllum skólastigum
 • Sálfræðinga
 • Félagsráðgjafa
 • Heilbrigðisstarfsfólk
 • Fósturforeldra
 • Stuðningsaðila
 • Meðferðaraðila
 • Starfsfólk félagsmiðstöðva
 • Starfsfólk frístundaheimila
 • Þjálfara og annað starfsfólk íþróttafélaga
 • Starfsfólk sumarbúða
 • Hvern fullorðinn einstakling sem hefur áhuga á að læra hvað hann getur gert til að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi

Nánar um fræðslu Verndara barna

5 skref til verndar börnum - Bæklingur

Treystu innsæi þínu. Þú gætir verið eini aðilinn sem getur gert eitthvað í málinu.

Fleiri upplýsingar og úrræði

Veldu úr listanum hér fyrir neðan það sem er hjálplegt fyrir þig, í þeim aðstæðum sem þú ert að glíma við hverju sinni. Ef þú ert ekki viss hafðu samband við radgjof@barnaheill.is

 

 

5 skref til verndar börnum

Leyndarmálið

Námskeiðið Verndarar barna

Barnahús

Bergið

Stígamót

Kvennaathvarfið

Bjarkarhlíð

Sigurhæðir

Stop It Now!®