SAMAN-hópurinn

Saman-hópurinnBarnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild að SAMAN-hópnum, samanhopurinn.is. Hópurinn er samstarfsvettvangur félagasamtaka og stofnana sem láta sig velferð barna varða. Markmiðið með starfi hópsins er að styðja og styrkja foreldra í uppeldishlutverki þeirra. SAMAN-hópurinn leggur áherslu á samveru foreldra og barna á tímamótum, á hátíðum og í leyfum og sendir skilaboð til foreldra í þá veru.

Árlega minnir hópurinn á mikilvægi samveru fjölskyldunnar í desembermánuði með jóladagatali en einnig sendir hann hvatningu til foreldra á hátíðum ýmis konar, svo sem á menningarnótt, í kringum útihátíðir o.fl. 

Á árinu 2010 sendi SAMAN-hópurinn spilastokka til allra nemenda í 5. bekk grunnskóla á Íslandi til að minna á mikilvægi samverunnar. Rannsóknir hafa sýnt að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin. Að verja tíma saman skilar árangri og rannsóknir hafa einnig sýnt að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum. Það sama hefur komið fram í máli foreldra sem tekið hafa þátt í könnunum.

Nánari upplýsingar og fræðslu er að finna á heimasíðu hópsins.