Um okkur

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru rekin fyrir tilstuðlan Heillavina, mánaðarlegra styrktaraðila. Barnaheill eru Heillavinum ævinlega þakklát fyrir stuðninginn.

Starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru ellefu í sjö og hálfu stöðugildi. Í stjórn samtakanna sitja sjö manns og þrír til vara. Ungmennaráð Barnaheilla er skipað þremur einstaklingum úr hópi ungs fólks. Verndari Barnaheilla er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands.