Pöntun á Vináttuefni fyrir 0–3ja ára

Greiðsluupplýsingar

Skráið fjölda sem panta á í viðeigandi reiti

 

 

Nánar um efnið í töskunni

1 stór Blær bangsi 

Vinátta – Fróðleikur og leiðbeiningar um notkun: Í heftinu eru upplýsingar um Vináttu, fjallað um bakgrunn efnisins og hvernig hægt er að innleiða það og vinna með það. Að auki er í heftinu fjöldi hugmynda og verkefna.

Vinátta - Verkefnahefti: Í verkefnaheftinu er að finna hugmyndir um hvernig vinna má með Vináttu á fjölbreyttan hátt. Sem dæmi má nefna, tónlistarleiki, taktæfingar, nudd og hópleiki – bæði til að leika inni og úti – þar sem áhersla er lögð á félagsheildina. Í heftinu eru einnig söngtextar og nótur fyrir tónlistina sem fylgir efninu. 

Veggspjöld fyrir börn: Veggspjöld, 14 að tölu, ætluð börnunum. Þau nýtast í umræður um ákveðnar aðstæður eða tilfinningar. Myndirnar á veggspjöldunum sýna raunsannar aðstæður sem ýmist börn, starfsfólk eða foreldrar geta upplifað.

Veggspjöld fyrir starfsfólk og foreldra: Nokkur veggspjöld sem ætluð eru til notkunar með starfsfólki og/eða foreldrum.

Skírteini: Skírteini sem staðfestir að unnið sé með Vináttu í leikskólanum. Skírteinið er hengt upp á áberandi stað svo allir sem koma í leikskólann sjái að skólinn tekur þátt í Vináttu.

Veggspjald með fjórum grunngildum: Veggspjaldið með grunngildunum fjórum í Vináttu er hengt upp þannig að það sé sýnilegt bæði starfsfólki og foreldrum.

Sögubók: Lítil bók um stórar tilfinningar: Í bókinni eru sviðsettar hinar ýmsu tilfinningar yngstu barnanna. Ný tilfinning er kynnt til sögunnar á hverri opnu og settar fram tillögur um hvernig hægt er að ræða og auka skilning barnsins á umræddri tilfinningu.

Vísnabók: Lífið í leikskólanum: Lítið barn getur upplifað margs konar tilfinningar á einum og sama deginum. Bókin byggist á 12 litlum rímvísum um kunnuglegar aðstæður úr hversdegi barnsins í leikskólanum. Hverri vísu fylgja spurningar og hugmyndir að verkefnum sem nýta má sem kveikju að samtali og samsömun.

Gott er að eiga vin, fyrir börn yngri en þriggja ára – tónlist: Vináttu fylgir sérstök tónlist eftir Anders Bøgelund. Ragnheiður Gröndal og Stefán Örn Gunnlaugson syngja. Tónlistin endurspeglar gildi Vináttu og þjálfar samskipti. Einnig fylgir tónlist sem nota má sem undirspil með nuddi eða í hvíld. Tónlistina er að finna á streymisveitunni Spotify undir heitinu Vinátta – Gott er að eiga vin, fyrir börn yngri en þriggja ára. 

Vinátta í útivist – útinám og leikur: Bók með verkefnum og leikjum sem henta á leikvellinum, í frímínútum, í útivist, eða hvar sem er utandyra. Verkefni og leikir í bókinni eru fyrir börn á aldrinum tveggja til átta ára. Áhersla er lögð á samvinnu frekar en samkeppni, að skemmta sér saman og vera góðir félagar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ef óskað er eftir því að sækja pöntunina þá munum við senda tölvupóst þegar námsefnið er tilbúið til afhendingar. Ef óskað er eftir því að fá efnið sent greiðir viðtakandi sendingarkostnað og pöntunin verður send innan fárra daga.
Skilmálar

Á vefsíðunni barnaheill.is eru persónuupplýsingar meðhöndlaðar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar, t.d. vegna fyrirspurna, skráninga eða pantana, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónulegar upplýsingar skuldbinda Barnaheill sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munu ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.