Netöryggi - Örnámskeið um forvarnir gegn ofbeldi á neti

Skráðu þig hér að neðan og þú færð sendan hlekk með örnámskeiði í forvörnum gegn ofbeldi á neti. 

 

Örnámskeið um forvarnir gegn ofbeldi á neti

Þann 12. febrúar var boðið upp á örnámskeið í forvörnum gegn ofbeldi á neti, fyrir foreldra og aðra fullorðna áhugasama um netöryggi barna. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla, fór yfir atriði sem skipta máli fyrir vernd barna og öryggi þeirra á neti. Fjallað var sérstaklega um Ábendingalínuna og virkni hennar og eiginleika.

Þú getur skráð þig hér að ofan og þú færð slóð á örnámskeiðið senda í tölvupósti. 

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Örnámskeiðið var haldið í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum (e. Safer Internet Day) sem er þann 9. febrúar. Hann er haldinn árlega víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna á neti og til að hvetja til góðra samskipta á neti. Á Íslandi er hann skipulagður af SAFT.

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Þátttakendur í SAFT eru Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði krossinn sem rekur hjálparsímann 1717 og Barnaheill sem reka Ábendingalínuna í samstarfi við Ríkislögreglustjóra.

 

Hér má finna ýmsar upplýsingar er varðar netöryggi barna:
Um börn á samfélagsmiðlum – viðmið
Teiknimyndin Leyndarmálið
Námskeiðið Verndarar Barna

 

 

Skilmálar

Á vefsíðunni barnaheill.is eru persónuupplýsingar meðhöndlaðar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar, t.d. vegna fyrirspurna, skráninga eða pantana, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónulegar upplýsingar skuldbinda Barnaheill sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munu ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Með því að skrá þig veitir þú Barnaheillum leyfi til að hafa samband við þig til að miðla upplýsingum um starfsemi félagsins eða kynna hvernig leggja má baráttunni fyrir mannréttindum barna frekara lið.