Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá upphafi lagt áherslu á að vinna að mannréttindum barna á Íslandi. Með Barnasáttmálann að leiðarljósi hafa helstu áherslur verið á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að efla áhrifamátt barna í íslensku samfélagi.

Samtökin hafa hafa meðal annars vakið athygli á og fjallað um fátækt, mansal á börnum, kynferðisofbeldi gegn gjaldi (sex tourism) og vegalaus börn. Þá hafa Barnaheill skilað fjölda lagaumsagna og ályktana til Alþingis og stjórnvalda auk þess að standa að undirskriftasöfnunum sem beint er til stjórnvalda til að knýja á um úrbætur á ýmsum sviðum sem varða heill og velferð barna.