Í dag býr eitt af hverjum sex börnum heimsins, eða 450 milljónir barna á átakasvæðum. Þessi börn eiga í töluvert meiri hættu en önnur börn á að verða fyrir ofbeldi en Sameinuðu þjóðirnar áætla að á degi hverjum séu að meðaltali framin 71 alvarlegt brot gegn börnum á átakasvæðum. Þessar tölur eru byggðar á rannsókn sem framkvæmd var á 15 ára tímabili. Í opinberum gögnum kemur fram að á þessu tímabili voru 104.100 börn drepin, 93.000 börn neydd til hermennsku og 25.700 börn numin á brott af stríðandi fylkingum. Áætla má að þessar tölur séu þó töluvert hærri þar sem ekki eru öll brot tilkynnt.

Börn á átakasvæðum eru berskjaldaðri fyrir kynferðisofbeldi en önnur börn en 17% barna eða 72 milljónir búa á svæðum þar sem vopnaðir hópar beita kynferðisofbeldi sem stríðsvopni. Í dag eiga börn á átakasvæðum í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi en fyrir þremur áratugum.


Barnaheill – Save the Children veita mannúðaraðstoð víða um heim til þess mæta þeirri neyð sem ríkir á átakasvæðum. Barnaheill hafa sett upp svokölluð Barnvæn svæði víða um heim þar sem börn á flótta geta fundið öruggt athvarf til þess læra eða leika sér. Þau einnig sálfræðilegan stuðning frá starfsfólki Barnaheilla.