Árangur af vináttu

 

Vinátta – Fri for mobberi er þróuð og byggð á dönskum rannsóknum. Við Háskólann í Hróarskeldu hafa verið gerðar reglulegar mælingar á árangri af notkun efnisins. Samkvæmt niðurstöðum þessara rannsókna er mikil ánægja með efnið á meðal kennara og foreldra og er árangur af notkun Vináttu mjög góður. Fram kemur að 98% foreldra barna í leikskólum sem vinna með Vináttu telja að námsefnið hafi góð áhrif á börnin og þau hafi gagn af því. Foreldrarnir telja að börnin hafi öðlast meiri hæfni til að mynda tengsl og að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna. Danskir kennarar eru einnig mjög ánægðir með Vináttu og telja 97,4% þeirra að efnið í töskunni sé mjög gott, aðgengilegt og auðvelt að vinna með það. Þá segja kennarar einnig að efnið hafi opnað augu þeirra fyrir nýjum aðferðum og nýrri sýn á samskipti í barnahópnum, nálgun sem byggist á gildum efnisins.

Börnum sem kynnast Vináttu líkar vel við verkefnin og efnið í töskunni. Þau eru hafa sýnt meiri hjálpsemi, samhygð og umhyggju. Eldri börn hjálpa þeim yngri og ný tengsl hafa myndast í leik. Börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu, þar sem þau koma. Foreldrar barnanna úr leikskólum þrýsta gjarnan á grunnskólann sem þau fara í um að taka upp verkefnið í grunnskólanum og vinna þar áfram með þessa hugmyndafræði.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa staðið fyrir rannsóknum í þeim leikskólum sem fyrst tóku Vináttu í notkun á Íslandi. Rannsóknirnar voru voru unnar í samvinnu við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Alls gerði stofnunin þrjár rannsóknir og má skoða niðurstöðurnar hér fyrir neðan.
Fyrsta rannsókn.
Önnur rannsókn.
Þriðja rannsókn.

Hér má finna nemendarannsóknir á Vináttu:

Hér má lesa nánar um rannsóknir á efninu í Danmörku.