Námskeið Verndara barna

Námskeiðið Verndarar barna er gagnreynt námskeið, sem kennir fullorðnum leiðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, þekkja vísbendingar um að ofbeldi er að eiga sér stað eða að möguleiki er á því að verið er að undirbúa jarðveginn til að brjóta á barni/ungmennum kynferðislega og viðbrögð við því.

Einnig er farið ítarlega í hvernig eigi að bregðast við ef ofbeldi hefur átt sér stað, innan eða utan skóla, íþróttahreyfingar eða annarra stofnana er þjónusta börn og varðar börn og ungmenni.

Námskeiðið er opið öllum 18 ára og eldri