Námskeið Verndara barna

Hægt er að sækja námskeið Verndara barna sem er fyrir fullorðna sem bera ábyrgð á umönnum og verndum barna; sínum eigin eða annarra. Stofnanir og félagasamtök sem bera ábyrgð á eða þjóna börnum og unglingum.
Námskeiðið Verndarar barna er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðisofbeldi af festu og ábyrgð.

Námskeiðið er opið öllum 18 ára og eldri