Forvarnir og fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum, CSAPE 2022-2024

CSAPE er samstarfsverkefni á milli fimm Evrópulanda; Finnlands, Albaníu, Grikklands, Bosníu-hersegóvínu og Íslands. Verkefnið er fjármagnað af Evrópusambandinu frá 2022-2024 og stuðlar að kynheilbrigði barna og ungmenna með það markmið að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum.

Í þessu samstarfsverkefni verður útbúið fræðsluefni fyrir fagaðila sem starfa með börnum og ungmennum, ásamt fræðsluefni fyrir börn og foreldra um eftirfarandi málaflokka:

1. Gagnreynd fræðsla um kynheilbrigði barna (5-11 ára).

2. Stuðningur við ungt fólk sem hefur kynferðislegan áhuga á börnum (12-17 ára).

3. Vitundavakning

 

 

CSAPE gagnreynd kynfræðsla kennsluefni