Leitaðu þér hjálpar ef þér líður illa

Lífið getur stundum reynst okkur erfitt. Stundum líður okkur illa og vitum ekki alltaf út af hverju. Það er alltaf gott að geta leitað til einhvers til að tala um hlutina, þá líður manni oftast betur. Það getur verið einhver fullorðinn eða vinur sem maður þekki vel og treystir. En það er kannski bara ekki alltaf það sem við viljum. Stundum finnst okkur gott að tala við einhvern sem við þekkjum ekki en vitum að við getum treyst fyrir líðan okkar og kannski vandamálum. Við hjá Barnaheillum veitum börnum ráðgjöf og hægt er að skrifa okkur á barnaheill@barnaheill.is eða einfaldlega hringja til okkar í síma 553-5900.

Einnig bendum við á hjálparsíma Rauða krossins ef þér líður illa eða finnst lífið tilgangslaust. Hann er opinn allan sólarhringinn og kostar ekki neitt. Síminn þar er 1717. Ekki hika við að hringja. Þú getur líka haft samband í gegnum 1717 netspjallið.

Ef um neyðartilvik er að ræða hringdu þá í 112

Ef þú vilt tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum og unglingum undir 18 ára aldri þá er hægt að fara inn á Ábendingalínu Barnaheilla. Þar getur þú hjálpað okkur að eyða því versta.

 

Hér má finna tengla með upplýsingum um hvert þú getur leitað:

Barnaverndarnefndir
Bergið
Drekaslóð
Umboðsmaður barna
Kvennaathvarf
Leiðin áfram – Upplýsingar fyrir börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi
persona.is
Stígamót
Lögreglan
Ábendingalínan - tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn

Hér til hægri má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar

 

HEILSA OG LÍÐAN   EINELTI SKÓLINN   OFBELDI Á HEIMILUM    KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM