Starfsmenn

Ágústa K. Marísdóttir

Ágústa starfar sem bókari Barnaheilla

Birna Guðmundsdóttir

Birna er í hlutastarfi hjá Barnaheillum og starfar sem þjónustufulltrúi. Hún stundar nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Birna er gift, á þrjú börn og tvær ömmustelpur.

Erna Reynisdóttir

Erna er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Hún hefur starfað sem framkvæmdarstjóri frá október 2012. Erna ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu Barnaheilla og er talsmaður þeirra út á við. Hún er viðskiptafræðingur og með MBA gráðu frá Stetson háskóla í Bandaríkjunum.  Erna á tvær dætur, tvær stjúpdætur og einn ömmustrák.

Guðrún Helga Bjarnadóttir

Guðrún Helga starfar sem verkefnastjóri forvarnarverkefnisins Verndara barna og árlegrar landssöfnunar.  Hún hóf störf hjá samtökunum Blátt áfram árið 2009, sem sameinuðist Barnaheillum árið 2019.  Guðrún Helga er leikskólakennari og ART meðferðaraðili að mennt, auk þess að vera lærður leiðsögumaður innanlands og utan sem hún starfar við í frítíma sínum. Guðrún Helga er gift, á þrjá syni og tvær stjúpdætur, auk 6 barnabarna.

Guðrún Helga Jóhannsdóttir

Guðrún Helga starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála. Hún hóf störf hjá Barnaheillum árið 2019. Guðrún Helga er stjórnmálafræðingur að mennt með MA gráður í Afríku- og þróunarfræðum auk þess sem hún leggur lokahönd á doktorsgráðu sína í þróunarfræðum frá Háskóla Íslands. Guðrún Helga sinnir einnig stundakennslu í þróunarfræðum við Háskóla Íslands. Guðrún Helga á fimm börn og þrjú stjúpbörn.

Kolbrún Pálsdóttir

Kolbrún starfar sem verkefnastjóri erlendra verkefna og kynningarmála. Hún hóf störf hjá Barnaheillum í janúar 2020. Kolbrún er með B.A. gráðu í Stjórnmálafræði og MA gráðu í Alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands en hluta námsins tók hún við Tsinghua háskóla í Peking, þar sem hún lagði áherslu á kynjafræði. Hún er einnig með viðbótardiplómu í Þróunarfræðum frá Háskóla Íslands. Kolbrún á tvö börn og einn stjúpson

Linda Hrönn Þórisdóttir

Linda Hrönn er leiðtogi innlendra verkefna. Hún hefur starfað hjá samtökunum síðan árið 2017. Linda er með B.Ed próf í leikskólakennarafræðum og M.A próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana. Linda hefur yfirumsjón með öllum innlendum verkefnum samtakanna og fer með ábyrgð þeirra. Hún heldur utan um innlend samskipti við ráðuneyti og aðra hagsmunaaðila auk þess að vera verkefnastjóri innlendra verkefna. Linda er einnig stundakennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Linda á fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur.

Margrét Júlía Rafnsdóttir

Margrét er verkefnastjóri innlenndra- og Evrópuverkefna, m.a. Vináttu. Hún hefur starfað hjá Barnaheillum frá árinu 2007.  Margrét Júlía er með B.ed próf frá KHÍ, próf sem leiðsögumaður og meistarapróf í umhverfisfræði frá Háskóla Íslands. Margrét Júlía á eiginmann, börn og barnabörn.

Sigríður Björnsdóttir

Sigríður starfar sem verkefnastjóri innlendra verkefna um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Hún stofnaði Samtökin Blátt áfram árið 2004, sem sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Sigríður er sálfræðingur að mennt og sinnir ráðgjöf og fræðslu fyrir stofnanir og einstaklinga. Sigríður þjálfar starfsfólk sem starfar með börnum og unglingum í fyrirbyggjandi leiðum gegn ofbeldi. Einnig veitir hún ráðgjöf fyrir fjölskyldur og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Ásamt því veitir hún ráðgjöf og fræðslu um áhrif erfiðra lífsviðburða (ACE) á börnum fyrir stofnanir og starfsfólk þeirra. Sigríður skrifaði og gaf út foreldahandbókina „Einkastaðir líkamans“. Sigríður er stundakennari við Háskólann á Akureyri og EHÍ um áföll og ofbeldi.

 

Stephanie Matti
Þóra Jónsdóttir

Þóra er verkefna stjóri innlendra verkefna, m.a. Ábendingalínu Barnaheilla og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem tengjast mannréttindum barna. Hún hefur starfað hjá Barnaheillum frá árinu 2012. Þóra er lögfræðingur að mennt, með sérstakan áhuga á mannréttindum, umhverfisrétti, sjálfbærni, hæglætislíferni og samfélagslegri ábyrgð. Þóra á tvö börn, tvö stjúpbörn og barnabörn.