Starfsmenn

Berglind Sigmarsdóttir

Berglind Sigmarsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Hún er alþjóðaviðskiptafræðingur frá Þýskalandi með áherslu á sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja og með MPA frá Háskóla Íslands. Berglind á þrjá drengi.

Ellen Blomsterberg

Ellen starfar sem bókari Barnaheilla.

Guðrún Helga Bjarnadóttir

Guðrún Helga Bjarnadóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna, m.a. Verndarar Barna. Guðrún Helga hóf störf hjá Blátt áfram árið 2010, en samtökin sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Guðrún Helga sinnir forvörnum í sinni breiðustu mynd með aðaláherslu á að ná til hins fullorðna.  Guðrún Helga er leikskólakennari að mennt og er einnig ART þjálfi (Agression replacement trainer) og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2007. 

 

Guðrún Helga Jóhannsdóttir

Guðrún Helga starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna. Hún hóf störf hjá Barnaheillum árið 2019. Guðrún Helga er þróunar- og stjórnmálafræðingur að mennt með doktorsgráðu í þróunarfræðum frá Háskóla Íslands, MA gráður í Afríku- og þróunarfræðum og BA gráðu í stjórnmálafræði. Guðrún Helga sinnir einnig stundakennslu í þróunarfræðum við Háskóla Íslands.

Ída Björg er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum með áherslu á Vináttu. Hún hóf störf haustið 2022 hjá Barnaheillum. Ída er með B.ed gráðu sem grunnskólakennari og meistarapróf í menntun ungra barna. Ída er gift og á þrjú börn.

Kolbrún Pálsdóttir

Kolbrún starfar sem verkefnastjóri erlendra verkefna, kynningarmála og fjáröflunar. Hún hóf störf hjá Barnaheillum í janúar 2020. Kolbrún er með B.A. gráðu í Stjórnmálafræði og MA gráðu í Alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands en hluta námsins tók hún við Tsinghua háskóla í Peking, þar sem hún lagði áherslu á kynjafræði. Hún er einnig með viðbótardiplómu í Þróunarfræðum frá Háskóla Íslands og stundar nám í Lýðheilsuvísindum. Kolbrún á tvö börn og einn stjúpson

Linda Hrönn Þórisdóttir

Linda Hrönn er leiðtogi innlendra verkefna. Hún hefur starfað hjá samtökunum síðan árið 2017. Linda er með B.Ed próf í leikskólakennarafræðum og M.A próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana. Linda hefur yfirumsjón með öllum innlendum verkefnum samtakanna og fer með ábyrgð þeirra. Hún heldur utan um innlend samskipti við ráðuneyti og aðra hagsmunaaðila auk þess að vera verkefnastjóri innlendra verkefna. Linda er einnig stundakennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Linda á fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur.

Margrét Júlía Rafnsdóttir

Margrét er verkefnastjóri innlenndra- og Evrópuverkefna, m.a. Vináttu. Hún hefur starfað hjá Barnaheillum frá árinu 2007.  Margrét veitir m.a. ráðgjöf um eineltismál. Margrét Júlía er með B.ed próf frá KHÍ, próf sem leiðsögumaður og meistarapróf í umhverfisfræði frá Háskóla Íslands.  Margrét Júlía á  þrjú börn, eina stjúpdóttur og fjögur barnabörn.

Þóra Björnsdóttir

Þóra Björnsdóttir starfar sem verkefnastjóri innlendra verkefna, m.a. Verndara barna. Hún hóf störf hjá Barnaheillum árið 2021. Þóra er með BA gráðu í mannfræði og MA gráðu í þróunarfræðum auk þess leggur hún lokahönd á doktorsgráðu sína í þróunarfræðum frá Háskóla Íslands. Þóra á tvö börn og þrjú stjúpbörn.

Þóra Jónsdóttir

Þóra er verkefnastjóri innlendra verkefna, m.a. Ábendingalínu Barnaheilla og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem tengjast mannréttindum barna. Hún hefur starfað hjá Barnaheillum frá árinu 2012. Þóra er lögfræðingur að mennt. Hún veitir ráðgjöf um mannréttindi barna og lögfræðileg álitaefni sem varða börn og barnafjölskyldur. Þóra á tvö börn, tvö stjúpbörn og fjögur barnabörn.