Starfsfólk Barnaheilla

Guðrún Helga Bjarnadóttir

Guðrún Helga Bjarnadóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna, m.a. Verndarar Barna. Guðrún Helga sinnir forvörnum í sinni breiðustu mynd með aðaláherslu á að ná til hins fullorðna.  Guðrún Helga er leikskólakennari að mennt og er einnig ART þjálfi (Agression replacement trainer) og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2007. 

 

Ída Björg Unnarsdóttir

Ída Björg er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum með áherslu á Vináttu. Ída er með B.ed gráðu sem grunnskólakennari og meistarapróf í menntun ungra barna. 

Kolbrún Pálsdóttir

Kolbrún starfar sem verkefnastjóri erlendra verkefna. Kolbrún er með B.A. gráðu í Stjórnmálafræði og MA gráðu í Alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands en hluta námsins tók hún við Tsinghua háskóla í Peking, þar sem hún lagði áherslu á kynjafræði. Hún er einnig með viðbótardiplómu í Þróunarfræðum frá Háskóla Íslands.

Kristín Ýr starfar sem kynningar- og markaðsstjóri Barnaheilla

Tótla Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla.