Fyrirlestrar

Barnaheill býður upp á neðangreinda fyrirlestra: 

1. 5 Skref til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi.

Fyrirlestur ætlaður fullorðnum sem vinna með börnum og unglingum. Einnig fyrir foreldra og aðra sem bera ábyrgð á börnum.

Erindið fjallar um:

  • Rannsóknir og tíðni kynferðisofbeldis hér á landi og erlendis.
  • Greinamunur á fyrirbyggjandi aðferðum og leiðbeiningum eftir að ofbeldið hefur átt sér stað.
  • Aðferðir til að stuðla að öruggara umhverfi (vinnustað) fyrir fullorðna, börn og ungmenni.

Fjallað er um tíðni ofbeldis hér og annarstaðar, rætt er um þá þætti sem hjálpa fólki að ræða forvarnir, eins og hvernig er rætt við börn um líkamann, mörk og samskipti. Auk þess er fjallað um leiðir til að auka samskipti fullorðinna um óæskilega kynferðislega hegðun á milli barna eða ungmenna og leiðir til að ræða um slíka hegðun og stöðva hana. Ýmis dæmi eru rædd til að geta áttað sig á hvaða þættir skipta máli þegar koma á í veg fyrir að börn verði fyrir ofbeldi. Einnig fjallað um tilfinningavanda barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvaða stuðning má veita þeim þegar þau hafa orðið fyrir slíku.