Gildi

Alþjóðasamtök Save the Children starfa eftir þessum gildum:

Ábyrgð

Að taka persónulega ábyrgð á að fjármagn sé nýtt á árangursríkan hátt, að ná mælanlegum árangri og að geta skilgreint árangurinn fyrir styrktaraðilum, félögum og því mikilvægasta af öllu; börnunum. 

Metnaður

Starfsfólk er kröfuhart á sjálft sig og starfsfélaga sína, setja sér háleit markmið og eru ávallt skuldbundnir því að bæta gæði starfsins í þágu barna.

Samstarf

Virðing og metnaður fyrir hvert öðru skiptir miklu máli, starfsfólkið þrífst á margbreytileika og vinnur með öðrum félögum til að auka áhrif starfsins svo það skipti börn sem mestu máli.

Sköpunargleði

Samtökin eru opin fyrir nýjum hugmyndum, fagna breytingum og taka agaða áhættu til að þróa varanlegar lausnir fyrir, og með, börnum.

Heilindi 

Keppt er að því að mæta hæstu siðferðiskröfum með heiðarleika og hegðun; við gerum aldrei málamiðlanir þegar kemur að orðspori okkar og vinnum ávallt með hag barna að leiðarljósi.