Hjálpumst að við að vernda börn!

Öll getum við tekið þátt í að auka góð samskipti við börn

Apríl er alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum. Þennan mánuðinn og alla aðra mánuði ársins hvetja Barnaheill einstaklinga og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, hæfileika og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Í sameiningu getum við stuðlað að góðri félagslegri og tilfinningalegri líðan barna og komið í veg fyrir vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins.
Barnaheill með forvarnarverkefninu Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum, vill með kynningarefni því tengdu vekja athygli á málaflokknum.

 

Deildu þekkingu þinni um forvarnir í þínu nánasta umhverfi

Við hvetjum þig til að beina athygli fólks á því sem þú hefur lært. Deildu þekkingu þinni með ættingjum, vinum og öllu samfélaginu.

Treystu innsæi þínu. Þú gætir verið eini aðilinn sem getur gert eitthvað í málinu.