Hjálpumst að við að vernda börn

Ljósasala í ellefu ár til styrktar forvarnarfræðslu Verndarar Barna

Landssöfnun Barnaheilla 2020 fer fram um allt land og inn á Barnaheill.is dagana 24. ágúst til 6. september. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld.

Söfnunin í ár ber heitið ,,Hjálpumst að við að vernda börn” og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna

Ljósið kostar 2000 kr. og eru bæði einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök um allt land að selja ljósið. Ljósið verður hægt að kaupa hjá sölumönnum víðsvegar um landið í ágúst/september og á vefverslun okkar á sama tíma.

Barnaheill hvetja einstaklinga og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, hæfileika og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Í sameiningu getum við stuðlað að góðri félagslegri og tilfinningalegri líðan barna og komið í veg fyrir vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins.

Barnaheill vilja með forvarnarverkefninu Verndarar barna vekja athygli á kynferðisofbeldi á börnum.

Hægt er að kaupa ljósið í vefverslun okkar. 

Einnig er hægt að styðja við söfnunina inn á reikning:

Reikningur:  0334-26-4521
Kennitala: 521089-1059

 

 

Deildu þekkingu þinni um forvarnir í þínu nánasta umhverfi

Við hvetjum þig til að beina athygli fólks á því sem þú hefur lært. Deildu þekkingu þinni með ættingjum, vinum og öllu samfélaginu.

Treystu innsæi þínu. Þú gætir verið eini aðilinn sem getur gert eitthvað í málinu.