Erfðagjafir

Eftir þinn dagBarnaheill – Save the Children á Íslandi starfa í þágu barna hér á landi og erlendis. Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja hefur gert samtökunum kleift að vinna að réttindum og velferð barna og vernda þau gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Samtökin hafa meðal annars beitt sér fyrir því að öll börn á Íslandi njóti gjaldfrjálsrar grunnmenntunar og tannlæknaþjónustu. Þau gefa út námsefnið Vináttu, forvarnaefni gegn einelti í skólum. Á erlendum vettvangi hafa samtökin einkum stutt verkefni sem snúa að mannúðar- og neyðaraðstoð við börn á stríðshrjáðum svæðum. Með erfðagjöf geta einstaklingar stutt fjölþætt starf samtakanna í þágu barna.

Arfur til félagasamtaka er undanþeginn erfðafjárskatti.

Hafir þú áhuga á að kynna þér þann möguleika leggjum við til að þú lesir þennan bækling og hafir í framhaldi samband við skrifstofu Barnaheilla í síma 553 5900 eða gegnum netfangið barnaheill@barnaheill.is.