Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum?

Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum?

Vertu vakandi og fækkaðu tækifærum.

Nauðsynlegt er að þekkja eðli ofbeldis til að átta sig á aðferðum þeirra sem beita börn ofbeldi. Ennfremur að þekkja til vísbendinga um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi til að geta brugðist við og átt möguleika á að vernda öll börn.

Það sem þú getur gert áður en barn verður fyrir ofbeldi

Ekki bíða

Ef þú hefur áhyggjur af því að barnið þitt gæti orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, er kominn tími til að gera umhverfið þitt öruggara fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Forvarnir þýðir að efla heilbrigð samskipti og hegðun frekar en að bíða eftir að bregðast við eftir á.

Árangursríkasta forvörnin gegn kynferðisofbeldi er að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að það gerist. Þar liggur tækifærið. Krakkar eru öruggari þegar fullorðnir gefa sér tíma til afla sér réttar upplýsingar um staðreyndir um kynferðisofbeldi og hegðun sem ætti að gefa gaum. Börn eru öruggari þegar fullorðnir velja að deila upplýsingum um forvarnir og tala saman við aðra fullorðna um leið og þau hafa áhyggjur yfir einhverju – í stað þess að bíða eftir sönnunargögnum um að eitthvað hafi gerst. Ekki ætti að leggja þá ábyrgð á börn að þau eigi að þekkja vísbendingar um óeðlilega hegðun fullorðna eða annarra barna og bregðast rétt við.

Hér eru 3 skref sem þú getur tekið strax í dag til að vernda börn gegn kynferðisofbeldi.

Taktu ábyrgð

 • Fylgstu með og taktu eftir óviðeigandi hegðun hjá fullorðnum og börnum.
 • Fylgstu með notkun barna þinna á samfélagsmiðlum og á netinu.
 • Sýndu hvernig og hvenær á að segja NEI.
 • Settu og virtu mörk annarra fjölskyldumeðlima varðandi einkalíf þeirra.
 • Segðu eitthvað þegar þú verður vitni að óviðeigandi hegðun.
 • Tilkynntu til viðeigandi aðila, allt sem þú veist eða grunar um kynferðislegt ofbeldi.

Lærðu, kenndu og æfðu þig

 • Æfðu þig í að ræða við fullorðna og börn um erfið málefni.
 • Notaðu rétt nöfn yfir líkamshluta, t.d. píka, tippi, rass, brjóst, munnur, nef, augu o.þ.h.
 • Láttu bæði fullorðna og börn vita muninn á viðeigandi og óviðeigandi snertingum.
 • Útskýrðu muninn á góðum og slæmum leyndarmálum og segðu hvers vegna börn eru í viðkvæmri stöðu ef þau eiga leyndarmál með einum og mega aldrei segja frá.
 • Gerðu fólki ljóst að börn eiga rétt á að biðja um að fá að vera í friði eða segja „nei“.
 • Gefðu barninu þínu leyfi til að segja þeim sem þau treysta, ef þeim finnst eitthvað óþægilegt, þau eru hrædd eða skilja ekki ákveðna hegðun gagnvart þeim.

Gerðu áætlun

 • Búðu til fjölskyldu-öryggisáætlun. Hún þarf að vera skýr fyrir öllum og auðvelt að fylgja henni eftir.
 • Nýttu þér listann hér að neðan ef þú þarft að leita þér aðstoðar, fá ráð eða hjálp.

Mundu, að árangursríkasta forvörnin, er það sem þú gerir áður en ofbeldi á sér stað. Forvarnir geta byrjað heima hjá þér í dag.

Treystu innsæi þínu. Þú gætir verið eini aðilinn sem getur gert eitthvað í málinu.

Fleiri upplýsingar og úrræði

Veldu úr listanum hér fyrir neðan það sem er hjálplegt fyrir þig, í þeim aðstæðum sem þú ert að glíma við hverju sinni. Ef þú ert ekki viss hafðu samband við radgjof@barnaheill.is

5 skref til verndar börnum

Leyndarmálið

Námskeiðið Verndarar barna

Barnahús

Bergið

Stígamót

Kvennaathvarfið

Bjarkarhlíð

Sigurhæðir

Stop It Now!®