Vanræksla

Um vanrækslu er að ræða þegar þörfum barns er ekki sinnt þannig að barninu er búin hætta af eða það getur skaðað þroska þess. Taka skal fram að ekki er verið að tala um eitt og eitt skipti þegar foreldrum/forráðamönnum verður á í uppeldi og umönnun barns heldur síendurtekin atvik. Stuðst er við upplýsingarnar úr skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd (SOF) þegar fjallað er um líkamlega vanrækslu, vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit, tilfinningalega/sálræna vanrækslu og vanrækslu varðandi nám. Flokkunarkerfið er hannað af Freydísi Jónu Freysteinsdóttur.

Öllum er skylt að tilkynna grun um vanrækslu á barni til barnaverndarnefndar í því sveitarfélagi sem barnið býr í eða í 112 utan dagvinnutíma. Börn geta sjálf tilkynnt um vanrækslu gagnvart sér til barnaverndar og eiga þau þá að fá stuðning og hjálp