Velferðarvaktin

mynd velferðarvaktarinnarBarnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá því Velferðarvaktin var sett á stofn af velferðarráðuneytingu árið 2009 tekið þátt í starfi hennar. Velferðarvaktin er samráðs- og samstarfsvettvangur og álitsgjafi á sviði velferðarmála. Sérstaklega er hugað að velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna og aðstæðum þeirra sem búa við sára fátækt svo
draga megi úr henni. Tveir samráðshópar voru skipaðir af Velferðarvaktinni og eiga
Barnaheill fulltrúa í þeim báðum.