Ábyrgð Foreldra

Ábyrgð foreldra

Hér er leiðarvísir fyrir foreldra sem vilja koma í veg fyrir kynferðisofbeldi á börnum sínum hjá stofnunum og félögum sem þjóna börnum þeirra. Tilgangur leiðarvísins er að efla þig sem foreldri í að vernda börnin þín og í leiðinni vekja stofannir og félög til umhugsunar um leiðir til að vernda börn. Leiðarvísirinn sýnir ykkur fram á hvers þið eruð megnug og hvaða ábyrgð þið berið á að vernda börn gegn kynferðisofbeldi. Hann veitir ykkur skilning á barnaverndarreglum hjá stofnunum og félögum fyrir börn og bendir á leiðir til að bæta þær. Leiðarvísirinn gefur dæmi um spurningar sem þú getur spurt þegar þú ert að skoða skóla eða félagasamtök fyrir barnið þitt.

Það krefst fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi á börnum. Forvarnir felast í því að leggja réttu spurningarnar fyrir af áræðni.

Dæmi um spurningar

  • Hvernig velur stofnunin eða félagið starfsfólk og sjálfboðaliða? Er sakaskrá skoðuð?
  • Eru umsækjendur upplýstir um stefnu í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum?
  • Fær starfsfólkið þjálfun í því að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi?
  • Hvaða stefna er í sambandi við samskipti fullorðins og barns sem eru ein saman?
  • Er foreldrum boðið að fylgjast með börnunum hvenær sem er?
  • Hvaða reglur er um ferðir þar sem gist er yfir nótt?
  • Er starfsfólki boðið upp á forvarnarnámskeið eins og Verndarar barna?
  • Hvernig er haft eftirlit með eldri ungmennum þegar þau gæta barna?
  • Hver er lágmarksaldur þeirra ungmenna sem fá að gæta barna?

Fræðsla fyrir foreldra  er námskeið sem er sérstaklega gert fyrir foreldra til að fara  yfir spurningarnar hér að ofan er í boði reglulega. Vinsamlegast hafið samband til að fá upplýsingar um næstu námskeið með því að senda okkur póst á netfangið barnaheill@barnaheill.is

Svarað verður spurningum eins og hver eru merkin? Hvað er tæling og hvað er ofbeldi? Hvert á að leita hjálpar? Af hverju börnin segja ekki frá? Hverjir eru gerendurnir? Hvernig og af hverju á ég að tala um þetta við börnin? Hvernig er rætt við börn um líkama sinn, mörk og samskipti.

Foreldrar og starfsfólk stofnana og félaga verða að taka höndum saman, sýna hugvitsemi og gæta barnanna til að tryggja öryggi þeirra.

Blátt áfram aðstoðar stofnanir og félagasamtök sem eru að huga að stefnumótun vegna forvarna gegn kynferðisofbeldi á börnum. Við mælum með námskeiðinu Verndarar Barna fyrir alla foreldra, starfsfólk og sjálfboðaliða sem vinna með börnum og ungu fólki. Næstu námskeið er að finna á forsíðu eða undir námskeið á næstunni.

Vinsamlegast sendið á barnaheill@barnaheill.is með spurningar um notkun leiðarvísins og fræðslu Blátt áfram.