Börn

Upplýsingar fyrir börn

Kynferðisofbeldi er:

  • Þegar einhver reynir að snerta þig þar sem þér finnst óþægilegt að láta snerta þig – t.d. brjóst þín, kynfæri og rass.
  • Ef einhver reynir að snerta þig þegar þú ert sofandi.
  • … eða byrjar að klóra á þér bakið og heimtar að þú farir úr buxunum.
  • Allt sem lætur þér líða illa – kallar fram skrítna tilfinningu í maganum, hita, ótta og hræðslu.
  • Þegar einhver gerir eitthvað við þig … eða reynir að fá þig til að gera eitthvað … sem þú vilt ekki gera eða láta gera við þig.

Mundu

Ef þú ert barn undir 18 ára aldri þá mælum við með því að þú talir við foreldra þína. Ef það eru hinsvegar mamma þín eða pabbi sem eru að meiða þig – og þú treystir þeim ekki … reyndu þá að leita til einhvers annars sem þú getur treyst – og segðu frá. Þú getur t.d. reynt að tala við ömmu þína eða afa, frænda þinn, frænku, bróður eða systur. Ef það ber engan árangur … talaðu þá við kennarann þinn, skólastjórann eða hjúkrunarkonuna í skólanum. Umfram allt; Ekki gefast upp! Haltu áfram þar til þú finnur einhvern sem vill hjálpa þér. Og mundu að þú getur alltaf hringt í 112 og talað við þá sem svara í símann þar. Þeir munu síðan sjá til þess að rétta fólkið komi og hjálpar þér.

Hringdu í 112 eða 1717 eða sendu tölvupóst á netfangið barnaheill@barnaheill.is Þar er gott fólk sem getur og vill hjálpa þér. Þú skiptir máli …. og þetta er ekki þér að kenna. Sumum leyndarmálum á maður að segja frá … jafnvel þó einhver sem þér þykir vænt um hafi sagt þér að þú mættir engum segja.