Barnasáttmáli veggspjald framhlið Barnasáttmálinn veggspjald bakhlið

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í allri starfsemi samtakanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sáttmálann.  

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að fræðsluvefnum, barnasattmáli.is og útgáfu fræðsluefnis ásamt umboðsmanni barna, Unicef á Íslandi og Menntamálastofnun. Prentefni hefur nú verið endurnýjað og má nálgast hér:

veggspjald bæklingur

Barnasáttmálinn.is sem fyrst var opnaður þann 20. nóvember 2009, en hefur verið endurnýjaður og var birtur í núverandi mynd á degi mannréttinda barna, þann 20. nóvember 2020. Vefurinn er ætlaður til notkunar fyrir börn á öllum aldri.

Á vefnum er að finna verkefni fyrir þrjá aldurshópa, 6-9 ára, 10-12 ára og 13-18 ára. Verkefnin eru ætluð til notkunar við kennslu mannréttinda innan grunn- og framhaldsskóla. Eins er að finna fræðslu fyrir fullorðna, foreldra og aðra áhugasama um Barnasáttmálann, sögu hans og innihald.

Verkefnið var upphaflega styrkt af forsætisráðuneytinu og endurnýjun prentefnis og vefs var styrkt af ríkisstjórn Íslands. Verkefnastjóri útgáfu nýs efnis Barnasáttmálans er Þóra Jónsdóttir hjá Barnaheillum en auk hennar eru í vinnuhópnum Linda Hrönn Þórisdóttir hjá Barnaheillum, Pétur Hjörvar Þorkelsson hjá Unicef og Sigurveig Þórhallsdóttir hjá Umboðsmanni barna.

Hægt er að panta fræðsluefni, þ.e. bækling, og veggspjöld á vefsíðu samtakanna.     Panta efni