Tilnefning/framboð í stjórn Barnaheilla 2024

 

Kjörnefnd Barnaheilla óskar eftir framboðum / tilnefningum til framboðs  í stjórn samtakanna. Leitað er eftir 3-4 aðilum í stjórn, einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn, sem brenna fyrir velferð og mannréttindum barna og eru með viðamikla reynslu af stjórnarstörfum.

Vinsamlega setjið styttri útgáfu af ferilskrá í viðhengi með netfangi og símanúmeri eða tengil á LinkedIn prófíl. Tekið er á móti tilnefningum til 31. mars. Aðalfundur samtakanna er, miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 16:00

 

 

Vinsamlega takið fram í rökstuðningi ef óskað er eftir sæti formanns eða sæti í stjórn.