Málþing um kynferðisbrot gegn börnum

Í tilefni af útgáfu bókarinnar „Hinn launhelgi glæpur. Kynferðisbrot gegn börnum“  verður efnt til málþings í Háskólanum í Reykjavík. Tveir starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi skrifuðu kafla í bókina sem fjallar um þolendur.

Í tilefni af útgáfu bókarinnar „Hinn launhelgi glæpur. Kynferðisbrot gegn börnum“  verður efnt til málþings í Háskólanum í Reykjavík. Tveir starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi skrifuðu kafla í bókina sem fjallar um þolendur. Þær Petrína Ásgeirsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir tóku fyrir ýmsar leiðir til að berjast gegn netdreifingu á kynferðisofbeldi gegn börnum, bæði með forvörnum og stuðningi við þolendur.

Í bókinni er á þriðja tug greina sem fjalla um viðfangsefnið á forsendum ólíkra fræðigreina, svo sem lögfræði, læknisfræði, hjúkrunarfræði, félagsfræði, sálarfræði, uppeldisfræði, afbrotafræði og félagsráðgjafar. Bókin nýtist við kennslu á háskólastigi á ýmsum sviðum félagsvísinda og lögfræði auk þess að vera handbók fyrir alla sem starfa að málefnum barna og láta sig velferð þeirra varða.

Málþingið fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 23. mars og hefst klukkan 13.30. Nánari upplýsingar um frummælendur og efni er að finna hér.

Tengdar greinar: 

http://www.barnaheill.is/Frettir/Frett/hinnlaunhelgiglaepur/