Verndarar barna

 

Verndarar barna

Verkefnið Verndarar Barna var fyrst sett á laggirnar árið 2006 á vegum samtakanna Blátt áfram sem voru stofnuð árið 2004. Í byrjun mars árið 2019 tóku stjórnir Barnaheilla og Blátt áfram þá ákvörðun að sameina krafta sína undir nafni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Verkefni Verndara barna – Blátt áfram varð því hluti af þeirri starfsemi Barnaheilla sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi. Tilgangurinn með sameiningunni er að samnýta krafta og þekkingu beggja samtaka að því sameiginlega markmiði að berjast gegn ofbeldi á börnum. Verkefnið Verndara barna felst að stærstum hluta í vitundarvakningu, fræðslu og forvörnum á því sviði. 

Boðið er upp á fjölda námskeiða og fyrirlestra í forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Fyrir foreldra, fólk sem vinnur með börnum og fyrir börn á aldrinum 13-16 ára (Lífsleikni).

Barnaheill  leitast við að veita börnum, unglingum og fullorðnum einstaklingum aðstoð og ráðgjöf varðandi kynferðisofbeldi. Ef þú ert barn, unglingur eða fullorðinn, þá höfum við tekið saman upplýsingar um það hvert þú getur leitað þegar grunur um ofbeldi eða ef ofbeldi er að eiga sér stað.